Flokkur: Covid-19

Heilsuefling og heilsufarsmælingar á tímum Covid-19

Aðalhöfundur: Janus Guðlaugsson
Rannsóknarverkefnið náði til 12 mánaða tímabils frá því að fyrsta bylgja Covid-19 faraldurs skall á í upphafi árs 2020 og til byrjun mars 2021. Áhersla var lögð á fjarþjálfun fyrir 65+ auk rafrænna fræðsluerinda. Heilsutengdar mælingar voru framkvæmdar á sex mánaða fresti yfir tímabilið.

Meira »

Andleg heilsa innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði á tímum covid-19

Margrét Einarsdóttir, félagsfræðingur, er aðalhöfundur. Munur á andlegri heilsu á tímum covid-19 eftir innflytjendastöðu var skoðaður meðal launafólks innan ASÍ og BSRB. Andleg heilsa var áberandi verri meðal innflytjenda og 34,9% þeirra við slæma andlega heilsu en 22,3% innfæddra. Atvinnuleysi gæti meðal annars skýrt muninn.

Meira »

Geðræn einkenni meðal sjúklinga í bataferli eftir COVID-19

Aðalhöfundur: Ingibjörg Magnúsdóttir. Markmiðið rannsóknarinnar var að leggja mat á geðræn einkenni einstaklinga sem sýkst höfðu af COVID-19 til lengri tíma ásamt því að rannsaka tengsl alvarleika veikindanna við geðræn einkenni. Fyrstu niðurstöður benda til stigmögnunar milli alvarleika COVID-19 veikinda og geðrænna einkenna.

Meira »
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.