Leiðbeiningar

Ráðstefnan er opin öllum sem hafa áhuga á líf- og heilbrigðisvísindum og er þátttakendum og öðrum áhugasömum að kostnaðarlausu. Ráðstefnan er vettvangur fyrir virkt samtal við samfélagið utan veggja háskólanna og veitir fræðafólki, sérfræðingum og öðrum tækifæri til að deila þekkingu, læra hvert af öðru, efla fagleg tengsl og samstarf á sviði líf- og heilbrigisvísinda.

Kall eftir málstofum
Í ár verður öllum höfundum boðið skipuleggja heilar málstofur með ákveðnu þema/viðfangsefni. Hver málstofa á að innihalda fjögur 15 mínútna erindi. Ágripin munu öll fara í yfirlestur hjá ráðstefnunefnd sviðsins og skulu öll uppfylla sömu skilyrði og stök ágrip sem eru send inn á ráðstefnuna.

Taka skal fram: Titil, lýsingu (hámark 250 orð). Nafn skipuleggjanda, stofnun og netfang. Ef samþykkt, ber skipuleggjandi ábyrgð á málstofunni.

01.

Frestur

Frestur til að skila ágripum er til kl. 23.59 þann 21. maí 2024.

02.

Kall eftir ágripum

Ágrip má senda inn á íslensku eða ensku. Ef ágrip eru send inn á ensku þurfa þau að vera kynnt á ensku. Það sama gildir um íslensku. Mikilvægt er að halda sig við eitt tungumál í bæði ágripi og flutningi. Ágripum með slæmu málfari eða villum, öðrum en minniháttar innsláttarvillum, verður hafnað.

Ágrip eru send inn í gegnum ágripakerfið EasyChair, sem er á ensku. Þar er þó heimilt að skrifa á íslensku. EasyChair opnast í nýjum glugga þegar ýtt er á hnappinn hér til vinstri, undir Skráningarform ágripa.

03.

Lengd

Ágrip má að hámarki vera 250 orð að lengd og titilinn að hámarki 15 orð.

04.

Uppsetning

Ágripinu skal skipta í eftirfarandi fjóra kafla:

  1. Inngangur (Introduction) 
  2. Efniviður og aðferðir (Methods) 
  3. Niðurstöður (Results) 
  4. Ályktanir (Conclusions) 

Athugið að ágripunum skulu hvorki fylgja töflur né myndir.

05.

Nöfn og tenging/vinnustaður (Names and Affiliations):

Vinsamlega getið rannsóknarstofu og/eða deildar þegar við á. Dæmi: 

  1. Lífefna- og sameindalíffræðistofu, Læknadeild, Háskóla Íslands.
  2. Hjarta- og lungnaskurðdeild, Landspítala.
  3. Lyfjafræðideild, Háskóla Íslands.
06.

Efnisorð (Keywords)

Velja þrjú efnisorð sem falla best að innihaldi ágripsins. Efnisorðin verða notuð til þess að auðvelda dagsrkárröðun við skipulag ráðstefnunnar. ef ekki er send inn heil málstofa.

07.

Flutingur/erindi

Við skil ágripa gefst höfundum kostur á að merkja við hvort þeir óska eftir að flytja erindi eða sýna veggspjald á ráðstefnunni. Ekki verður þó hægt að verða við óskum allra.

Ráðstefnunefndin áskilur sér rétt til þess að ákveða endanlega hvort ágrip verði kynnt sem erindi eða veggspjald.

Æskilegt er að hver þátttakandi flytji aðeins eitt erindi. Á innsendingarformi skal tilgreina hvaða málsofu ágrip tilheyrir eða sé ábyrgðarmaður hennar.

08.

Birting

Samþykkt ágrip verða öll birt á heimasíðu ráðstefnunnar.

09.

Mat og yfirlestur

Mat og yfirlestur ágripa er í höndum ráðstefnunefndar Heilbrigðisvísindasviðs. Ágrip þurfa að uppfylla ákveðin grunnskilyrði til að vera samþykkt, þ.e. málfar og frágangur þarf að vera góður og ágrip þurfa að fjalla um rannsóknarniðurstöður en ekki rannsóknaáætlanir. Ef ágrip uppfylla ekki þessi skilyrði verður þeim hafnað. Vanda skal til málfars. Ef nemendur eru að senda inn ágrip er æskilegt að leiðbeinandi lesi yfir ágripið. 

Höfundar ágripa ættu að fá svör um þátttöku sína í síðasta lagi 30. júní 2024.

Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.