Líf- og heilbrigðisvísindaráðstefna

21. líf- og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands fer fram 23. og 24. maí 2023 á Háskólatorgi Háskóla Íslands.

Þar hittast vísindamenn, sérfræðingar, kennarar, nemendur, fulltrúar fyrirtækja og almenningur og kynna sér það efsta á baugi í líf- og heilbrigðisvísindum á Íslandi. Það err ókeypis að taka þátt í ráðstefnunni. 

Nánari dagskrá og efnistök kynnt þegar nær dregur.

Efnilegir vísindamenn verðlaunaðir

Sú hefð hefur skapast að veita efnilegu vísindafólki verðlaun fyrir rannsóknir sínar við slit ráðstefnunnar. Að lokinni ráðstefnu birtum við hér upplýsingar um verðlaunahafa. Á seinustu ráðstefnu, árið 2021, hlutu eftirfarandi fjórir vísindamenn verðlaunin:  

Berglind Soffía Blöndal

Doktorsnemi í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild, hlaut verðlaun heilbrigðisráðuneytisins

Guðjón Reykdal Óskarsson

Doktorsnemi í líf- og læknavísindum við Læknadeild, hlaut verðlaun mennta- og menningarmálaráðuneytisins

Kristján Godsk Rögnvaldsson

Doktorsnemi í læknavísindum við Læknadeild, hlaut verðlaun úr Þorkelssjóði

Salvör Rafnsdóttir

Doktorsnemi í læknavísindum við Læknadeild, hlaut hvatningarverðlaun Jóhanns Axelssonar

Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.