Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2021

Andleg heilsa innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði á tímum covid-19

Aðalhöfundur: Margrét Einarsdóttir
Vinnustaður eða stofnun: Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins

Meðhöfundar, stofnun eða fyrirtæki:
Kolbeinn Hólmar Stefánsson, Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Kristín Heba Gísladóttir, Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins.

Inngangur:  Atvinnuleysi, ótrygg fjárhagsstaða og einmannaleiki eru allt  eru þekkir áhættuþættir andlegar vanlíðanar. Ætla má að aðgerðir vegna covid-19 hafa bitnað harðar á innflytjendum en innfæddum hvað þessa þætti varðar um leið harðar á andlegri heilsu þeirra.

Markmið rannsóknarinnar er að skoða mun á sjálfsmetinni andlegri heilsu eftir innflytjendastöðu meðal  launafólks á Íslandi á tímum covid-19.

Efniviður og aðferðir: Þýði rannsóknarinnar voru félagsmenn innan ASÍ og BSRB, samtals 118.530 einstakingar. Gögnum var safnað í nóvember og desember 2020 gegum rafrænan spurningalista. Samtals 8.461 svör bárust, eða 7,0%. Gögn voru vigtuð eftir starfsgreinum. Svarendur voru spurðir um upprunaland og skipt í tvo hópa innfæddra (Ísland) og innflytjenda (annað upprunaland). Andleg heilsa var metin á PHQ-9 sjálfsmatskvarðanum. Spurt var hversu oft á síðustu 14 dögum viðkomandi hafði fundið fyrir níu andlegum einkennum. Þá voru öll einkennin lögð saman og ≥ 10 stig af 27 mögulegum metin sem slæm andleg heilsa. Marktækni var mæld með kí-kvaðratprófi.

Niðurstöðurnar sýna marktækan mun eftir innflytjendastöðu og að andleg heilsa er áberandi verri meðal innflytjenda. Fleiri innflytjendur en innfæddir sögðust finna nánast daglega fyrir öllum níu andlegu einkennunum sem mæld voru. Þegar heildarmat er sett á andlegu heilsuna mælast 34,9% innflytjenda við slæma andlega heilsu en 22,3% innfæddra. Fjárhagsstaða innflytjenda var verri en innfæddra og atvinnuleysi þrisvar til fjórum sinnum hærra í þeirra hópi.

Ályktun: Grípa þarf til markvissra aðgerða til að koma í veg fyrir að slæm andleg heilsa innflytjenda verði að langtímavandamáli. Tryggja þarf aðgengi innflytjenda að geðheilbrigðisþjónustu,  atvinnuöryggi þeirra og fjárhagslega afkomu.

FARA Í MÁLSTOFU

Deildu þessu ágripi

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.