Málstofustjóri: Guðrún Kristjánsdóttir
10.45-11:00: Andleg heilsa innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði á tímum covid-19
11:00-11:15: Heilsa háskólanema í heimsfaraldri: Er kynjamunur á andlegri líðan, hreyfingu, kyrrsetu og svefngæðum?
11:15-11:30: Þrálát einkenni COVID-19. Þróun einkenna frá smiti og þar til þremur til sex mánuðum síðar
11:30-11:45: Framsetningaráhrif tölulegra upplýsinga á skynjaðan alvarleika í heimsfaraldri: Hlutfallsleg tíðni, prósentur og myndir
Ágrip málstofu í stafrófsröð
Andleg heilsa innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði á tímum covid-19
Margrét Einarsdóttir, félagsfræðingur, er aðalhöfundur. Munur á andlegri heilsu á tímum covid-19 eftir innflytjendastöðu var skoðaður meðal launafólks innan ASÍ og BSRB. Andleg heilsa var áberandi verri meðal innflytjenda og 34,9% þeirra við slæma andlega heilsu en 22,3% innfæddra. Atvinnuleysi gæti meðal annars skýrt muninn.
Framsetningaráhrif tölulegra upplýsinga á skynjaðan alvarleika í heimsfaraldri: Hlutfallsleg tíðni, prósentur og myndir
Aðalhöfundar: Atli Valur Jóhannsson, Jón Ingi Hlynsson og Dr. Vaka Vésteinsdóttir.
Framsetning tölulegra upplýsinga getur haft áhrif á mat fólks þótt upplýsingarnar séu tölfræðilega þær sömu. Erindið fjallar um rannsókn þar sem þátttakendur mátu tölulegar upplýsingar tengdar COVID-19 í ólíkri framsetningu.
Heilsa háskólanema í heimsfaraldri: Er kynjamunur á andlegri líðan, hreyfingu, kyrrsetu og svefngæðum?
Aðalhöfundur: Sunna Gestsdóttir. Rannsókn á kynjamun á andlegri líðan háskólanema í heimsfaraldri og mat þeirra á andlegri og líkamlegri heilsu sinni samanborið við fyrir Covid-19.
Þrálát einkenni COVID-19. Þróun einkenna frá smiti og þar til þremur til sex mánuðum síðar
Sigriður Zoëga. Í erindinu er fjallað um þróun einkenna sjúklinga sem fengu COVID-19 bæði á meðan á einangrun stóð sem og 3-6 mánuðum frá smiti. Rannsóknin sýndi að fjöldi einkenna og styrkleiki minnkaði með tímanum en engu að síður er þó nokkur fjöldi einstaklinga enn með mikil einkenni 3-6 mánuðum eftir smit.