Flokkur: Lýðheilsa

Slysatíðni meðal íslenskra grunnskólanema

Aðalhöfundur: Rúnar Vilhjálmsson
Slysatíðni meðal grunnskólanema reyndist hærri meðal pilta, yngri nemenda, nemenda af innlendum uppruna og nemenda í betur stæðum fjölskyldum. Þessi hópamunur á slysatíðni skýrðist af ólíkri iðkun hreyfingar og íþrótta og ólíkri tíðni áfengisnotkunar og slagsmála í hópunum.

Meira »

Aðgerðir til varnar flugeldamengunar

Hrund Ó. Andradóttir. Loft- og hávaðamengun vegna óheftrar notkunar á flugeldum veldur vanlíðan hjá fjölmennum hópum og bráðaheilsueinkennum hjá þeim allra viðkvæmustu. Draga verður úr magni flugelda til að viðhalda loftgæðum innan marka. Endurskoða þarf reglur um sölu, auglýsingar á flugeldum og efla fræðslu um skaðsemi.

Meira »

Landskönnun á mataræði Íslendinga 2019-2021

Aðalhöfundur: Ragnhildur Guðmannsdóttir. Landskannanir á mataræði gefa góða mynd af mataræði þjóðarinnar og eru nauðsynlegar fyrir áframhaldandi stefnumótun og áherslna á sviði heilsueflingar og forvarna. Hér verða frumniðurstöður landskönnunar á mataræði 2019-2021 kynntar.

Meira »

Stöðlun málþroskaprófsins Málfærni eldri leikskólabarna (MELB)

Aðalhöfundur: Þóra Másdóttir
Í erindinu verður fjallað um málþroskaprófið MELB sem ætlað er að meta málþroska barna á aldrinum 4;0-5;11 ára. Gerð verður grein fyrir stöðlun prófsins, mælingum á áreiðanleika og réttmæti og þeim áskorunum sem lítil málsamfélög standa frammi fyrir þegar próf af þessu tagi eru samin og stöðluð.

Meira »
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.