Slysatíðni meðal íslenskra grunnskólanema
Aðalhöfundur: Rúnar Vilhjálmsson
Slysatíðni meðal grunnskólanema reyndist hærri meðal pilta, yngri nemenda, nemenda af innlendum uppruna og nemenda í betur stæðum fjölskyldum. Þessi hópamunur á slysatíðni skýrðist af ólíkri iðkun hreyfingar og íþrótta og ólíkri tíðni áfengisnotkunar og slagsmála í hópunum.