Flokkur: Faraldsfræði

Um hringorma í mönnum á Íslandi 2004-2020

Aðalhöfundur: Karl Skírnisson. Fjallað er um 17 tilfelli þar sem lirfur hringorma hafa fundist í fólki hér á landi og í framhaldinu verið sendar að Tilraunastöðinni á Keldum til tegundagreiningar og frekari rannsókna. Náttúrulegir lokahýslar tegundanna eru sjávarspendýr. Lirfurnar geta lifað tímabundið í fólki.

Meira »

Rafskútuslys á höfuðborgarsvæðinu sumarið 2020

Aðalhöfundur: Hjalti Már Björnsson bráðalæknir. Rafskútur (rafmagnshlaupahjól) eru nýr samgöngumáti sem náð hefur talsverðum vinsældum á síðustu árum. Mikilvægt er að afla upplýsinga um áhrif þessa samgöngumáta á slysatíðni. Í erindinu er fjallað um umfang, orsakir og eðli slysa vegna rafskúta á höfuðborgarsvæðinu sumarið 2020.

Meira »

Bráður nýrnaskaði eftir bæklunaraðgerðir á Íslandi

Aðalhöfundur: Helga Þórsdóttir. Bráður nýrnaskaði er algengur og alvarlegur fylgikvilli skurðaðgerða. Í þýði 3208 Íslendinga sem undirgengust bæklunarskurðaðgerðir fengu 6,9% bráðan nýrnaskaða. Tengsl fundust milli bráðs nýrnaskaða og hærri aldurs, karlkyns og undirliggjandi skerðingu á nýrnastafsemi, auk verri lifunar.

Meira »
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.