Málstofustjóri: Sigurbjörg Þorsteinsdóttir
10:40-10:55: Um hringorma í mönnum á Íslandi 2004-2020
10:55-11:10: Acetýlsalicýlsýra lækkar dánartíðni sjúklinga með lungnabólgu af völdum Streptococcus pneumoniae
11:10-11:25: Veirulíkar agnir sem ónæmisglæðir í ofnæmisvaka sérvirku sumarexemsbóluefni
11:25-11:40: Bóluefni gegn sumarexemi í hestum – áskorunartilraun
Ágrip málstofu í stafrófsröð
Acetýlsalicýlsýra lækkar dánartíðni sjúklinga með lungnabólgu af völdum Streptococcus pneumoniae
Aðalhöfundur Kristján Godsk Rögnvaldsson doktorsnemi. Erindið fjallar um tengsl Acetýlsalicýlsýru við dánartíðni í kjölfar lungnabólgu af völdum Streptococcus pneumoniae.
Bóluefni gegn sumarexemi í hestum – áskorunartilraun
Sigríður Jónsdóttir
Erindið mun fjalla um rannsókn á bóluefni gegn sumarexemi í hestum. Í þessari rannsókn er bóluefnið reynt við raunaðstæður. Hestar voru bólusettir á Íslandi og fluttir til Sviss þar sem þeir verða útsettir fyrir biti smámýs næstu þrjú árin.
Um hringorma í mönnum á Íslandi 2004-2020
Aðalhöfundur: Karl Skírnisson. Fjallað er um 17 tilfelli þar sem lirfur hringorma hafa fundist í fólki hér á landi og í framhaldinu verið sendar að Tilraunastöðinni á Keldum til tegundagreiningar og frekari rannsókna. Náttúrulegir lokahýslar tegundanna eru sjávarspendýr. Lirfurnar geta lifað tímabundið í fólki.
Veirulíkar agnir sem ónæmisglæðir í ofnæmisvaka sérvirku sumarexemsbóluefni
Aðalhöfundur: Sara Björk Stefánsdóttir. Stutt lýsing: Erindið segir frá þróun á ónæmismeðferð gegn sumarexemi í hestum. Í rannsókninni er ónæmisglæða áhrif veirulíkra agna (VLA) í blöndu við alum í fyrirbyggjandi bólusetningu með hreinsuðum ofnæmisvökum prófuð og borin saman við blöndu af alum og Monophosphoryl-lipid A (MPLA).