HÍ merki hvítt

MÁLSTOFA Á ÍSLENSKU

Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2021

Slys og meiðsli

Flytjendur:

Tími, upplýsingar um málstofu:

Málstofustjóri: Atli Ágústsson

13:15-13:30: Áhrif þess að taka vef úr semitendinosus á þverskurðarflatarmál vöðvans og bicep femoris
13:30-13:45: Rafskútuslys á höfuðborgarsvæðinu sumarið 2020
13:45-14:00: Slysatíðni meðal íslenskra grunnskólanema
14:00-14:15: Þróun líkans til að meta áhrif þreytu á áhættuþætti hlaupameiðsla meðal skemmtiskokkara

Ágrip málstofu í stafrófsröð

Áhrif þess að taka vef úr semitendinosus á þverskurðarflatarmál vöðvans og bicep femoris

Andrea Þórey Hjaltadóttir. Þversniðsrannsókn á íþróttafólki sem hefur slitið fremra krossband og gengist undir aðgerð með endurgerð úr vef semitendinosus. Áhrif þess á þverskurðarflatarmál vöðvans, metið með ómskoðun.

LESA ÁGRIP

Rafskútuslys á höfuðborgarsvæðinu sumarið 2020

Aðalhöfundur: Hjalti Már Björnsson bráðalæknir. Rafskútur (rafmagnshlaupahjól) eru nýr samgöngumáti sem náð hefur talsverðum vinsældum á síðustu árum. Mikilvægt er að afla upplýsinga um áhrif þessa samgöngumáta á slysatíðni. Í erindinu er fjallað um umfang, orsakir og eðli slysa vegna rafskúta á höfuðborgarsvæðinu sumarið 2020.

LESA ÁGRIP

Slysatíðni meðal íslenskra grunnskólanema

Aðalhöfundur: Rúnar Vilhjálmsson
Slysatíðni meðal grunnskólanema reyndist hærri meðal pilta, yngri nemenda, nemenda af innlendum uppruna og nemenda í betur stæðum fjölskyldum. Þessi hópamunur á slysatíðni skýrðist af ólíkri iðkun hreyfingar og íþrótta og ólíkri tíðni áfengisnotkunar og slagsmála í hópunum.

LESA ÁGRIP

Þróun líkans til að meta áhrif þreytu á áhættuþætti hlaupameiðsla meðal skemmtiskokkara

Þórarinn Sveinsson. Í þessu verkefni er notast við líkan sem framkallar þreytu hjá hlaupurum á meðan safnað er hreyfifræðilegum og lífeðlisfræðilegum gögnum. Líkanið má því nota til að skoða áhættu þætti álagsmeiðsla og varpa ljósi á það afhverju tíðni áhættumeiðsla er hærri meðal óreyndra hlaupara, í samanburði við þá reyndari.

LESA ÁGRIP

Deildu þessari málstofu

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.