Málstofustjóri: Þóra Steingrímsdóttir
09:05-09:20: Ákvarðanataka og virðing í meðgönguvernd -lýsandi þversniðsrannsókn
09:20-09:35: Stöðugleiki fylgjupróteins 13 (PP13) og hugsanleg notkunun þess við meðhöndlun á meðgöngueitrun
09:35-09:50: Æðavíkkandi áhrif aspiríns á æðar úr legi og meltingarvegi í rottum: Rannsókn á meðhöndlun meðgöngueitrunar
09:50-10:05: Fitusýru samsetning blóðvökva snemma á meðgöngu hjá konum sem greinast síðar með meðgöngusykursýki
10:05-10:20: Hvers vegna fylgja barnshafandi konur ekki ráðleggingum um neyslu helstu joðgjafa fæðunnar? Megindleg forrannsókn
10:20-10:35: Mat á gildi fæðuskimunarlista fyrir barnshafandi konur með samanburði við þekkt lífmerki fæðuneyslu
Ágrip málstofu í stafrófsröð
Æðavíkkandi áhrif aspiríns á æðar úr legi og meltingarvegi í rottum: Rannsókn á meðhöndlun meðgöngueitrunar
Aðalhöfundur: Helga Helgadóttir, nýdoktor. Verkefnið er hluti af niðurstöðum úr doktorsritgerð aðalhöfundar sem fjallaði um fyrirbyggjandi meðferð með aspiríni til að koma í veg fyrir meðgöngueitrun. Niðurstöðurnar sem verða kynntar hér eru samantekt og samanburður úr tveimur aðskildum rannsóknum á verkunarmáta aspiríns.
Ákvarðanataka og virðing í meðgönguvernd -lýsandi þversniðsrannsókn
Aðalhöfundur: Hafrós Lind Ásdísardóttir.
Erindið fjallar um rannsókn um ákvarðanatöku og virðingu í meðgönguvernd á Íslandi. Markmið rannsóknar var að auka þekkingu um upplifun kvenna af virðingu og ákvarðanatöku í samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk í meðgönguvernd.
Fitusýru samsetning blóðvökva snemma á meðgöngu hjá konum sem greinast síðar með meðgöngusykursýki
Aðalhöfundur: Ellen Alma Tryggvadóttir. Samanburður á fitusýrusamsetningu blóðvökva snemma á meðgöngu, hjá konum sem greindust síðar með meðgöngusykursýki og þeim sem greindust ekki.
Hvers vegna fylgja barnshafandi konur ekki ráðleggingum um neyslu helstu joðgjafa fæðunnar? Megindleg forrannsókn
Aðalhöfundur: Þórdís Björg Kristjánsdóttir. Joðskortur greindist á Íslandi greindist í fyrsta sinn árið 2019, meðal barnshafandi kvenna. Gerð var megindleg forrannsókn með þversniði á tíðni og ástæðum neyslu á joðríkri fæðu undir viðmiðum. Í flestum tilvikum var engin sérstök ástæða tiltekin og því þörf á bættri fræðslu.
Mat á gildi fæðuskimunarlista fyrir barnshafandi konur með samanburði við þekkt lífmerki fæðuneyslu
Aðalhöfundur: Ingibjörg Gunnarsdóttir. Markmið rannsóknarinnar var að meta gildi fæðuskimunarlista sem gæti nýst vel í klínísku starfi í mæðravernd. Niðurstöðurnar benda til þess að svör kvenna við fæðuskimunarlistanum endurspegli vel raunverulega neyslu þeirra og ætti því að geta nýst í klínísku starfi.
Stöðugleiki fylgjupróteins 13 (PP13) og hugsanleg notkun þess við meðhöndlun á meðgöngueitrun
Aðalhöfundur: Helga Helgadóttir. Í erindinu verður farið yfir hvort og þá hvaða áhrif stöðugleiki sértæka fylgjupróteinsins PP13 hefur á blóðþrýsting, blóðflæði og æðanýmyndun í rottum.