HÍ merki hvítt

MÁLSTOFA Á ÍSLENSKU

Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2021

Heilsa kvenna

Flytjendur:

Tími, upplýsingar um málstofu:

Málstofustjóri: Herdís Sveinsdóttir

14:45-15:00: Skert svefngæði íslenskra kvenna og tengdir áhættuþættir: Ferilrannsókn á landsvísu
15:00-15:15: Retínósýruplástrar til meðhöndlunar á slitgigt í höndum
15:15-15:30: Þrálát þjáning og leiðin til bata. Afleiðingar kynferðisofbeldis fyrir konur og leitin að innri lækningu
15:30-15:45: Upplifun kvenna af breytingaskeiðinu

Ágrip málstofu í stafrófsröð

Retínósýruplástrar til meðhöndlunar á slitgigt í höndum

Aðalhöfundur: Helena Hamzehpour
Áhættu-genasamsætur fyrir handaslitgigt tengist minna aðgengi retínósýru í liðbrjóski. Rannsakað var hvort að hægt væri að koma tazaróten í gegnum húð og inn í liðbrjósk. Rannsóknin staðfesti að virka lyfjaefnið kemst í gegn um húðina og safnast upp í liðbrjóski í greinanlegu magni.

LESA ÁGRIP

Skert svefngæði íslenskra kvenna og tengdir áhættuþættir: Ferilrannsókn á landsvísu

Aðalhöfundur: Anna Bára Unnarsdóttir.
Rannsóknin er þversniðsrannsókn sem byggir á gögnum úr Áfallasögu kvenna og eru þátttakendur 29.649 íslenskar konur (18-69 ára) sem tóku þátt 2018-2019. Rannsókn gaf til kynna að algengi skerta svefngæða sé hærra hjá íslenskum konum en annarsstaðar í heiminum.

LESA ÁGRIP

Upplifun kvenna af breytingaskeiðinu

Aðalhöfundur: Steinunn Zophoníasdóttir.
Er breytingaskeiðið enn tabú? Fjórðungur kvenna upplifir einkenni sem hafa veruleg áhrif á lífsgæði og líðan. Víðtæk áhrifin koma konum að óvörum, þeim finnst þær illa upplýstar og mæta skilningsleysi. Þörf er á opnari samfélagsumræðu, fræðslu og ráðgjöf um breytingaskeið kvenna.

LESA ÁGRIP

Þrálát þjáning og leiðin til bata. Afleiðingar kynferðisofbeldis fyrir konur og leitin að innri lækningu

Aðalhöfundur: Dr. Sigrún Sigurðardóttir. Kynferðisofbeldi hefur líkamlegar, andlegar og félagslegar afleiðingar. Mikilvægt er að boðið sé upp á áfallamiðaða þjónustu hvar sem konur leita heilbrigðis- og félagsþjónustu og að hver kona fái þann stuðning og meðferð sem hún þarfnast til að læknast af líkams- og sálarmeinum sínum.

LESA ÁGRIP

Deildu þessari málstofu

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.