Málstofustjóri: Sævar Helgi Bragason
14:20-14:35 Mengun vegna flugelda er að mestu fínt svifryk og fer langt yfir viðmiðunarmörk
14:35-14:50 Bjargaðu mér frá sjálfum mér: Togstreita Íslendinga í flugeldamálum
14:50-15:05 Aðgerðir til varnar flugeldamengunar
15:05-15:20 Heilsufarsleg áhrif flugeldanotkunar landsmanna
Ágrip málstofu í stafrófsröð
Aðgerðir til varnar flugeldamengunar
Hrund Ó. Andradóttir. Loft- og hávaðamengun vegna óheftrar notkunar á flugeldum veldur vanlíðan hjá fjölmennum hópum og bráðaheilsueinkennum hjá þeim allra viðkvæmustu. Draga verður úr magni flugelda til að viðhalda loftgæðum innan marka. Endurskoða þarf reglur um sölu, auglýsingar á flugeldum og efla fræðslu um skaðsemi.
Bjargaðu mér frá sjálfum mér: Togstreita Íslendinga í flugeldamálum
Ragna B. Garðarsdóttir. Íslendingar kynnu að upplifa togstreitu í flugeldamálum. Þótt rannsóknir bendi til þess að sýnileiki mengunar ætti að draga úr óumhverfisvænni hegðun, lútir flugeldanotkun öðrum lögmálum og líkist meira fíknihegðun. Augnabliksánægja er sterkari en skynsemi og þekking á afleiðingum hegðunarinnar.
Heilsufarsleg áhrif flugelda
Aðalhöfundur: Hjalti Már BjörnssonVinnustaður eða stofnun: Landspítali Inngangur: Mikil aukning hefur verið í notkun flugelda á Íslandi síðustu áratugi. Fylgir þeim bæði nokkur fjöldi slysa sem og loftmengun. Efniviður og aðferðir: Skoðuð eru gögn úr komuskráningu á Bráðamóttöku Landspítala til að finna fjölda þeirra sem leita til sjúkrahússins síðustu árin vegna flugeldaslysa. Einnig eru metnar …
Mengun vegna flugelda er að mestu fínt svifryk og fer langt yfir viðmiðunarmörk
Þröstur Þorsteinsson o.fl. Gestamálstofa um flugelda. Mengun vegna flugelda er að mestu fínt svifryk og fer langt yfir viðmiðunarmörk. Mengunin er verri en oft hefur verið talið.