Category: Lýðheilsa

Smokkanotkun ungra karlmanna: Eigindleg rannsókn

Aðalhöfundur: Katrín Hilmarsdóttir. Lýsing á erindinu: Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða viðhorf ungra, íslenskra karlmanna til smokkanotkunar, sérstaklega m.t.t. almennrar notkunar, hvað letji og hvetji notkun, svo m.a. megi betur sníða kynfræðslu að þeirra þörfum, auka smokkanotkun og minnka tíðni kynsjúkdóma.

Meira »

Um hringorma í mönnum á Íslandi 2004-2020

Aðalhöfundur: Karl Skírnisson. Fjallað er um 17 tilfelli þar sem lirfur hringorma hafa fundist í fólki hér á landi og í framhaldinu verið sendar að Tilraunastöðinni á Keldum til tegundagreiningar og frekari rannsókna. Náttúrulegir lokahýslar tegundanna eru sjávarspendýr. Lirfurnar geta lifað tímabundið í fólki.

Meira »

Algengi líkamsskynjunarröskunar á Íslandi

Aðalhöfundur er Hrefna Harðardóttir. Erindið fjallar um niðurstöður rannsóknar um algengi líkamsskynjunarröskunar í almennu þýði á Íslandi og bera saman einkenni þeirra einstaklinga sem skimast með einkenni röskuninninnar við einkenni samanburðarhópa.

Meira »

Rafskútuslys á höfuðborgarsvæðinu sumarið 2020

Aðalhöfundur: Hjalti Már Björnsson bráðalæknir. Rafskútur (rafmagnshlaupahjól) eru nýr samgöngumáti sem náð hefur talsverðum vinsældum á síðustu árum. Mikilvægt er að afla upplýsinga um áhrif þessa samgöngumáta á slysatíðni. Í erindinu er fjallað um umfang, orsakir og eðli slysa vegna rafskúta á höfuðborgarsvæðinu sumarið 2020.

Meira »

Upplifun kvenna af breytingaskeiðinu

Aðalhöfundur: Steinunn Zophoníasdóttir.
Er breytingaskeiðið enn tabú? Fjórðungur kvenna upplifir einkenni sem hafa veruleg áhrif á lífsgæði og líðan. Víðtæk áhrifin koma konum að óvörum, þeim finnst þær illa upplýstar og mæta skilningsleysi. Þörf er á opnari samfélagsumræðu, fræðslu og ráðgjöf um breytingaskeið kvenna.

Meira »
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.