Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2021

Hugræn atferlismeðferð fyrir háskólanemendur sem greindir hafa verið með athyglisbrest og ofvirkni (ADHD); forrannsókn

Aðalhöfundur: Sylvía Ingibergsdóttir, doktorsnemi
Vinnustaður eða stofnun: Háskóli Íslands, hjúkrunarfræðideild

Meðhöfundar, stofnun eða fyrirtæki:
Erla Kolbrún Svavarsdóttir, prófessor og forstöðumaður fræðasviðs fjölskylduhjúkrunar, Háskóli Íslands, hjúkrunarfræðideild.

Inngangur: Háskólanemar sem greindir hafa verið með athyglisbrest og ofvirkni (ADHD) eru líklegri til að eiga í erfiðleikum með álag og kröfur tengdar háskólanámi. Því er mikilvægt að boðið sé upp á meðferðir eins og hugræna atferlismeðferð (HAM) við ADHD einkennum. Mikið vantar þó upp á árangur meðferða svo sem HAM fyrir þennan hóp sé rannsakaður. Tilgangur þessarar forrannsóknar var að kanna fýsileika þess að bjóða háskólanemendum upp á HAM við ADHD.

Efniviður og aðferðir: Þessari forprófun var ætlað að kanna fýsileika þess að veita hugræna atferlismeðferð við ADHD fyrir háskólanemendur. Meðferðarhandbók og App með heimaverkefnum voru þróuð og síðan prófuð. Við þróun á Appinu tóku háskólastúdentar (n=36) þátt í að meta það. Háskólanemum (n=5), sem greindir höfðu verið með ADHD var síðan boðið HAM einu sinni í viku í sex vikur.

Niðurstöður: Þátttakendum þótti meðferðin hafa verið hjálpleg. Spurningalistar sýndu jákvæðar niðurstöður, en þátttakendur voru fáir. Allir þátttakendur sem tóku þátt í meðferðinni völdu að gera heimavinnuna á pappírseyðublöðum í meðferðarhandbókinni. Þátttakendur sem tóku þátt í prófunum á Appinu töldu hins vegar að þau myndu frekar nota Appið.

Ályktanir: Niðurstöður gefa vísbendingar um að fýsilegt sé að rannsaka árangur HAM fyrir háskólanemendur með ADHD. Niðurstöður forprófana á Appi sýndu að háskólanemar (n=36) völdu að nota App, en háskólanemar sem tóku þátt í meðferðinni (n=5) völdu að nota eingöngu meðferðarhandbókina í stað Appsins. Frekari rannsóknarniðurstöður verða kynntar og framtíðarrannsóknir ræddar.

FARA Í MÁLSTOFU

Deildu þessu ágripi

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.