Málstofustjóri: Ásgeir Haraldsson
12:30-12:45: Stoðkerfisverkir barna með cerebral palsy (CP) sem geta gengið með eða án gönguhjálpartækja
12:45-13:00: Langtímarannsókn á framvindu stams
13:00-13:15: Aldursmunur hjá börnum og unglingum með áráttu- og þráhyggjuröskun: Einkenni, starfshæfni og fylgiraskanir
13:15-13:30: Tengsl eineltis og andlegrar líðanar íslenskra grunnskólanemenda
Ágrip málstofu í stafrófsröð
Aldursmunur hjá börnum og unglingum með áráttu- og þráhyggjuröskun: Einkenni, starfshæfni og fylgiraskanir
Aðalhöfundur: Orri Smárason,
Kannaður var aldursmunur á einkennum, alvarleika, starfshæfnisskerðingu og fylgiröskunum hjá úrtaki 269 barna með áráttu- og þráhyggjuröskun. Niðurstöður benda til að yngri börn hafi slakara innsæi ásamt hærri tíðni af hegðunarvanda og eldri börn meiri hugræna þráhyggju og starfshæfnisskerðingu.
Langtímarannsókn á framvindu stams
Jóhanna Thelma Einarsdóttir
Langtímarannsókn um framvindu og bata á stami
Stoðkerfisverkir barna með cerebral palsy (CP) sem geta gengið með eða án gönguhjálpartækja
Aðalhöf: Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir. Þetta er fyrsta rannsókn á Íslandi sem kannar tíðni stoðkerfisverkja barna og unglinga á Íslandi með CP og verkjahegðun og áhrif verkja á daglegar athafnir. Rannsóknin nær til íslenskumælandi barna á aldrinum 8-17 ára og foreldra þeirra. Börnin geta öll gengið með eða án gönguhjálpartækja.
Tengsl eineltis og andlegrar líðanar íslenskra grunnskólanemenda
Aðalhöfundur: Rúnar Vilhjálmsson
Rannsóknin leiddi í ljós afgerandi neikvæð tengsl eineltis við lífsánægju og líðan íslenskra grunnskólanema, bæði gerenda og þolenda. Hin afgerandi neikvæðu tengsl eineltis við lífsánægju og líðan komu fram í öllum hópum nemenda sem til skoðunar voru.