Leiðbeiningar fyrir flytjendur á ráðstefnunni
Flytjendur með erindi
- Flutningur erinda fer fram í fundarsölum á hótel Hilton Reykjavík Nordica í beinu streymi og fyrir gesti í sal.
- Flutningur erinda má að hámarki taka 12 mínútur og svo gefast 3 mínútur í umræður.
- Dagskráin er þétt og biðjum við flytjendur um að virða sett tímamörk.
- Málstofustjóri er tímavörður og stýrir stafrænum umræðum.
- Ráðstefnugestir (stafrænir og á staðnum) senda spurningar í gegnum netið og málstofustjóri les upp fyrir flytjanda.
- Málstofur fara annað hvort fram á íslensku eða ensku og flutningur erinda þarf að vera á sama tungumáli og viðkomandi ágrip.
- Hér má nálgast glærusniðmát sem þátttakendum ber að nota.
- Vinsamlega vistið skránna með fyrstu fimm orðum í heiti ágrips. Dæmi: effects_of_lung_disease_on.ppt
- Skilafrestur til miðnættis 30. maí.
Flytjendur með örfyrirlestra
- Flytjendur örfyrirlestra taka þá upp sjálfir.
- Til þess að gæta samræmis í útliti og gæðum er flytjendum örfyrirlestra gert skylt að taka þá upp í Zoom. Sjá leiðbeiningar um upptöku í Zoom.
- Þátttakendur með HÍ netföng geta sótt Zoom hér.
- Flutningur örfyrirlestra má taka að hámarki 5 mínútur og flytjendur mega sýna 4 glærur (eina upphafsglæru og þrjár sem kynna rannsóknina).
- Hér má nálgast glærusniðmát sem þátttakendum ber að nota.
- Flutningur örfyrirlesturs þarf að fara fram á sama tungumáli og ágrip rannsóknarinnar sem skilað var inn.
- Örfyrirlestrarnir verða öllum aðgengilegir á heimasíðu ráðstefnunnar á meðan hún stendur yfir.
- Gert er ráð fyrir að ráðstefnugestir geti sett inn spurningar við örfyrirlestra á heimasíðunni og fyrirlesarar svarað. Nánari upplýsingar síðar.
- Vinsamlega vistið skránna með fyrstu fimm orðum í heiti ágrips. Dæmi: effects_of_lung_disease_on.mp4
- Skilafrestur til miðnættis 23. maí.