Aðilar og hópar geta sótt um að sjá um gestamálstofu eða vinnustofu á ráðstefnunni.
Fyrirkomulag
- Umsækjandi sér þá um að setja saman heila málsstofu eða vinnustofu sem samanstendur af ca. 4 erindum.
- Tímalengd má ekki fara yfir 60 mín.
- Umsækjandi skipar einnig fundarstjóra fyrir málstofuna.
- Ágripunum bera að skila í gegnum heimasíðu ráðstefnunnar og merkja við að sótt hafi verið um getamálstofu/vinnustofu.
- Ágripin fara í yfirlestur líkt og önnur innsend ágrip.
- Ráðstefnunefndin sker úr um hvaða gestamálstofur/vinnustofur verða valdar fyrir ráðstefnuna.
Óskað er eftir tillögum fyrir 22. mars.
Vinsamlega sendið tillögur á netfangið asavala@hi.is
Dæmi um gestamálsofur á fyrri ráðstefnum
- Vinnustofa undir stjórn Kristjáns Erlendssonar, formanns Vísindasiðanefndar: Að vita eða vita ekki! Hvenær á að tjá þátttakendum í vísindarannsóknum nýjar heilsufarsupplýsingar um þá sjálfa
- Gestamálstofa undir stjórn Félags lýðheilsufræðinga og Faralds- og líftölfræðifélagsins: Samfélag, umhverfi og lýðheilsa – Uppfærslan
- Gestamálstofa á undir stjórn aðila á Sýklafræðideild Landspítala og Barnaspítala Hringsins: Árangur pneumókokkabólusetningar á Íslandi
- Gestamálstofa undir stjórn Félags lýðheilsufræðinga og Faralds- og líftölfræðifélagsins: Sykurneysla Íslendinga – Lýðheilsuógn?