Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2021

Mat nemenda við hjúkrunarfræðideild-HÍ á hæfni-og færni þeirra til að sinna fjölskyldum á tímum COVID-19

Aðalhöfundur: Erla Kolbrún Svavarsdóttir
Vinnustaður eða stofnun: Heilbrigðisvísndasvið, Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

Meðhöfundar, stofnun eða fyrirtæki:
Anna Ólafía Sigurðardóttir, Landspítali Háskólasjúkrahús. Henný Hraunfjörð, Landspítali Háskólasjúkrahús, Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands.

Inngangur: Fjölskylduhjúkrun tekur mið af einstaklingunum í fjölskyldum- og samspili þeirra á milli, þ.e. einstaklings-og fjölskyldumiðaðri umönnun.  Að hafa fjölskyldur með á sama tíma og hjúkrunarþjónusta er veitt til einstaklinga er grunnurinn að heildrænni hjúkrunarþjónustu. Alþjóðasamtök fjölskylduhjúkrunarfræðinga hafa lagt áherslu á mikilvægi fjölskyldunnar í námskrám hjúkrunarfræðinema bæði í grunnnámi-og í framhaldsnámi. Þar er sérstaklega tilgreint að meta þurfi sambönd og samskipti fjölskyldumeðlima og áætlanir gerðar um hjúkrunarþjónustu og mat framkvæmt á umönnun og inngripum hjúkrunarfræðinga.

Á tímum COVID-19 hefur mikil samfélagsleg umræða verið um mikilvægi fjölskyldustuðnings.  Lítið er hins vegar vitað um mat nema í BSc námi eða í framhaldsnámi á færni þeirra í fjölskylduhjúkrun eða á viðhorfum til fjölskyldumiðaðrar heilbrigðisþjónustu. Tilgangur þessarar rannsóknarinnar var að kanna viðhorf auk hæfni og færni í fjölskylduhjúkrun í nýrri námsskrá á timum COVID-19.

Efniviður:  Öllum nemendum í BSc- og  framhaldsnámi við Hjúkrunarfræðideild HÍ var boðin þátttaka í fyrstu bylgju COVID-19 heimsfaraldursins í mars-april 2020. Alls tóku 109 nemendur þátt (34% svarhlutfall).

Niðurstöður: Megin niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að viðhorf nemenda í framhaldsnámi voru marktækt jákvæðari til fjölskyldumiðaðrar þjónustu samanborið við nemenda í grunnnámi. Nemendur í framhaldsnámi mátu einnig hæfni þeirra og færni marktækt betri til að sinna fjölskyldum samanborið við nemendur í grunnnámi.

Ályktarnir: Kennsla í fjölskylduhjúkrun þarf að byggja á fræðunum og á færniþjálfun undir leiðbeiningu sérfræðinga í hjúkrun, þannig að hægt sé að næra með markvissum hætti heilsu fjölskyldumeðlima og sambönd þeirra. Nýverið var námsskrá í grunnnámi í hjúkrunarfræði við HÍ breytt þar sem aukin áhersla var lögð á fjölskylduhjúkrun í námsskránni.  Frekari niðurstöður verða kynntar og tillögur að framtíðarrannsóknum ræddar.

FARA Í MÁLSTOFU

Deildu þessu ágripi

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest

Sækja PDF

Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.