Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2021

Andleg líðan og vímuefnanotkun íslenskra ungmenna fyrir og eftir COVID-19

Aðalhöfundur: Þórhildur Halldórsdóttir
Vinnustaður eða stofnun: Reykjavik University

Meðhöfundar, stofnun eða fyrirtæki:
Ingibjörg E. Thorisdottir, Icelandic Center for Social Research and Analysis. Bryndis B. Asgeirsdóttir, Reykjavik University. Alfgeir L. Kristjansson, West Virginia University. Heiddis B. Valdimarsdottir, Reykjavik University, Icahn School of Medicine at Mount Sinai. Erla M. Jonsdottir Tolgyes, Icelandic Center for Social Research and Analysis. Jon Sigfusson, Icelandic Center for Social Research and Analysis. John P. Allegrante, Columbia University. Inga D. Sigfusdottir, Reykjavik University, Columbia University. 

Bakgrunnur: Unglingsárin eru mikilvægt þroska tímabil sem mótar framtíðar geðheilsu. Í þessari rannsókn voru könnuð áhrif kórónuveirufaraldursins (COVID-19) á geðheilsu og vímuefnanotkun íslenskra ungmenna á þessu mikilvæga þroskastigi.

Aðferð: Notast var við þversniðsgögn úr Ungt Fólk rannsóknum Rannsókna og greiningar. Borin voru saman svör úr spurningarkönnunum Spurningarkönnun var lögð fyrir 13-18 ára ungmenna á landsvísu (n= 59,701; 50·7% stelpur, 48·8% strákar, og 0·5% kynsegin) í október eða febrúar 2016 og 2018 og í október 2020 (á tímum COVID-19 faraldursins). Þunglyndiseinkenni voru metin með SCL-90 kvarðanum, almenn andlega líðan var metin með SWEMWBS kvarðanum og þátttakendur svöruðu einnig spurningum um tíðni sígarettureykinga, rafsígarettunotkunar og ölvunar.

Niðurstöður: Aukning þunglyndiseinkenna (β = 0 · 57, 95% CI: 0 · 53- 0 · 60) og verri almenn andleg líðan (β = -0 · 46, 95% CI: -0 · 49- -0 · 42) kom fram í öllum aldurshópum meðan á heimsfaraldrinum stóð samanborið við jafnaldra fyrir COVID-19. Þessar niðurstöður voru marktækt verri hjá unglingsstúlkum samanborið við stráka og hjá eldri ungmennum (16-18 ára). Sígarettureykingar (OR = 0 · 98, 95% CI: 0 · 95-1 · 02), rafsígarettunotkun (OR = 1 · 11, 95% CI: 1 · 09-1 · 14) og ölvun ( OR = 1 · 03, 95% CI: 1 · 00-1 · 05) lækkaði meðal 15- 18 ára stúlka og drengja á tímum COVID-19 miðað við fyrri ár.

Umræður: COVID-19 hefur haft talsverð áhrif á geðheilsu ungmenna. Þunglyndiseinkenni hafa aukist og almenn andleg líðan talin verri en áður, sérstaklega meðal unglingsstúlkna og 16-18 ára ungmenna. Forvarnir sem ná til ungmenna eru því nauðsynlegar. Lægri tíðni á vímuefnanotkunar meðan á heimsfaraldrinum stendur gæti verið ófyrirséður verndandi þáttur gegn framtíðar skaðsemi og vandamálum tengdum vímuefnanotkun. Kanna þarf langtímaáhrif faraldursins.

FARA Í MÁLSTOFU

Deildu þessu ágripi

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest

Sækja PDF

Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.