Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2021

Áhrif COVID-19 heimsfaraldursins á geðheilsu: Lýsing á ferilrannsóknum sex þjóða

Aðalhöfundur: Anna Bára Unnarsdóttir
Vinnustaður eða stofnun: Miðstöð í lýðheilsuvísindum, Læknadeild, Háskóla Íslands

Meðhöfundar, stofnun eða fyrirtæki:
Alexander Berg Garðarsson, Miðstöð í lýðheilsuvísindum, Læknadeild, Háskóla Íslands. Arna Hauksdóttir, Miðstöð í lýðheilsuvísindum, Læknadeild, Háskóla Íslands. Ingibjörg Magnúsdóttir, Miðstöð í lýðheilsuvísindum, Læknadeild, Háskóla Íslands. Jóhanna Jakobsdóttir, Miðstöð í lýðheilsuvísindum, Læknadeild, Háskóla Íslands. Thor Aspelund, Miðstöð í lýðheilsuvísinsum, Læknadeild, Háskóli Íslands, Reykjavík, Ísland; Hjartavernd, Kópavogur, Ísland. Unnur A. Valdimarsdóttir, Miðstöð í lýðheilsuvísinsum, Læknadeild, Háskóli Íslands, Reykjavík, Ísland; Department of Medical Epidemiology and Biostatistics, Karolinska Institutet, Stokkhólmur, Svíþjóð; Department of Epidemiology, Harvard TH Chan School of Public Health, Boston, Massachusetts, USA.

Inngangur: Heimsfaraldur kórónuveiru (COVID-19) hefur haft fordæmalaus áhrif á alþjóðahagkerfið og heilsufar íbúa, þó að áhrifin hafi verið ólík á milli landa. Fyrirliggjandi rannsóknir á áhrifum COVID-19 á geðheilsu takmarkast að mestu leyti af tiltölulega smáum rannsóknum án langtíma eftirfylgdar eða alþjóðlegum samanburði. COVIDMENT verkefnið er styrkt af NordForsk og er samstarf fjögurra Norðurlanda, Skotlands og Eistlands með það meginmarkmið að nýta fjölþjóðlegar ferilrannsóknir og heilbrigðisgögn í hverju landi til að auka þekkingu á langvarandi áhrifum COVID-19 heimsfaraldursins á geðheilsu.

Efniviður og aðferðir: Við munum nýta upplýsingar úr heilbrigðisgagnagrunnum (fyrir u.þ.b. 28 milljón einstaklinga,  þar af >1,5 milljón sem hafa greinst með SARS-COV-2 sýkingu) ásamt nýjum COVID-19 ferilrannsóknum til að meta möguleg áhrif COVID-19 heimsfaldursins og lögboðinna samkomutakmarkana á geðheilsu (t.d. algengi þunglyndis- og kvíðaeinkenna) með nýjustu aðferðafræði.

Niðurstöður: Í heildina hafa 253.608 einstaklingar tekið þátt í ferilrannsóknum innan COVIDMENT samstarfsins, þar af 22.849 í íslensku rannsókninni Líðan þjóðar á tímum COVID-19 (C-19 Resilience cohort), 4.194 í eistnesku Estonian Biobank rannsókninni (EstBB), 114.489 í norsku Norwegian Mother, Father and Child rannsókninni (MoBa), 19.372 í norsku BRY.DEG2020 rannsókninni, 24.614 í sænsku Omtanke2020 rannsókninni og 18.518 í skorsku CovidLife rannsókninni. Sameiginleg gagnagreining stendur nú yfir.

Ályktanir: Þetta rannsóknarverkefni býður upp á einstakt tækifæri til að kanna langtímaáhrif COVID-19 heimsfaraldursins á geðheilsu sex þjóða, bæði meðal almennings og hugsanlegra áhættuhópa (t.d. þeirra sem hafa verið útsettir fyrir SARS-COV-2 eða hafa orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna faraldursins).

FARA Í MÁLSTOFU

Deildu þessu ágripi

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.