Aðalhöfundur: Dóra Guðrún Guðmunsdóttir
Vinnustaður eða stofnun: Embætti landlæknis
Meðhöfundar, stofnun eða fyrirtæki:
Sigrún Daníelsdóttir, Embætti landlæknis.
Bakgrunnur: WHO hefur skilgreint heilsu sem andlega, líkamlega og félagslega vellíðan. Aðgerðir til að draga úr útbreiðslu COVID-19 hefur haft áhrif á andlega og félagslega heilsu fólks og líkur eru á að áhrifin séu ólík eftir mismunandi hópum.
Markmið: Í þessu erindi er markmiðið að bera saman mánaðarlegar mælingar á andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan fullorðinni Íslendinga 18 ára og eldri fyrir COVID-19 og á meðan á faraldrinum stendur.
Aðferð: Greind verða mælingar úr vöktun Embættis landlæknis á mælingum á andlegri og líkamlegri heilsu, velsæld, hamingju, svefni, streitu og einmannaleika í COVID-19 og þær mælingar bornar saman við sömu tímabil árin á undan. Skoðað verður sérstaklega hvort munur sé á mælingum á körlum og konum og eftir aldri.
Niðurstöður: Fyrstu vísbendingar gefa til kynna að lítill munur sé á heildarmælingum á þessum breytum í COVID-19 samanborið við sömu tímabil árin á undan. Einhver munur er á körlum og konum en helstu niðurstöður eru þær að yngsti aldursflokkurinn, 18-34 ára kemur verst út í öllum mælingunum.
Samantekt: Mikilvægt er að fylgjast náið með mælingum á andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu Íslendinga í COVID-19 og greina hvað hópar koma best út og hvaða hópar koma verst út svo hægt sé að mæta þeim með sérstökum aðgerðum til að draga úr skaðlegum áhrifum til lengri tíma.