Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2021

Hugbúnaðarlausn fyrir fjölskyldur barna með meðfædda hjartagalla

Aðalhöfundur: Auður Katarína Theodórsdóttir
Vinnustaður eða stofnun: Iðnaðarverkfræði- vélaverkfræði og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands, Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

Meðhöfundar, stofnun eða fyrirtæki:
Þorvaldur Rúnarsson, Sidekick-Health. Ólöf Kristjánsdóttir, Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, Health Science Center Lund University. Hafsteinn Einarsson, Iðnaðarverkfræði- vélaverkfræði og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands. Guðrún Kristjánsdóttir, Hjúkrunarfræðideild Háskóli Íslands, Kvenna- og barnaþjónusta Landspítala, Health Science Center Lund University.

Inngangur: Fyrri rannsóknir undirstrika þörf á betra utanumhaldi gagnvart foreldrum hjartveikra barna sem þurfa að fara í skurðaðgerð. Horft er til stafrænna lausna þó svo að fáar fyrirmyndir finnist í fyrri rannsóknum. Markmið verkefnisins er að þróa með gagnvirkum aðferðum hugbúnað til að bæta samskipti milli heilbrigðisstarfsfólks og foreldra barna með meðfædda alvarlega hjartagalla.

Efniviður og aðferðir: Rýnt var í markhópinn og þörfina fyrir hugbúnaðarlausnir sem tengdi saman foreldra og fagfólk í samskiptagátt. Prufuforrit að þjónustugátt (vefsíðu) með dagbókarfærslum var útbúin með þekktri matsaðferð „Mitchell‘s Emotion Thermometer“, þar sem foreldrar geta metið líðan sína. Agile hugbúnaðarþróun var beitt við í verkefnið. Ívikulegum fundum var vinna yfirfarin og áframhald ákveðið. Notendaprófanir voru framkvæmdar á viðmótinu til að athuga hversu vel hún virkar. Fengnir voru þrír einstaklingar til að prufukeyra gáttina.

Niðurstöður: Afurð verkefnisins er prufuútgáfa af rafrænu viðmóti þar sem hvert foreldri hefur aðgang á sitt heimasvæði. Þar getur foreldri skrifað texta líkt og um dagbókarfærslu væri að ræða ásamt því að svara spurningalista um líðan sína. Fyrri svör við spurningalistanum og dagbókarskrif eru aðgengileg foreldrum á síðunni í svokölluðum færslum sem eru flokkaðar eftir dögum. Við hverja færslu má skrifa athugasemd, sem mun vera ein af samskiptaleiðum milli foreldra og heilbrigðisstarfsfólks. Tilraunavefsíðuviðmótið var prófað á þremur foreldrum sem gáfu hjálplegar ábendingar um hvernig megi þróa viðmótið frekar og gera það aðgengilegra til bættra samskipta og frekari þróunar.

Ályktanir: Fyrsta afurð verkefnisins er dæmi um viðmót sem geti aðstoðað foreldra að tjá sig en notendaprófun sýnir þörf á frekari þróun.

FARA Í MÁLSTOFU

Deildu þessu ágripi

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.