Málstofustjóri: Erla Kolbrún Svavarsdóttir
14:45-15:00: Hugbúnaðarlausn fyrir fjölskyldur barna með meðfædda hjartagalla
15:00-15:15: Að lifa með minningunum – upplifun foreldra af ferð með barni sínu í hjartaaðgerð erlendis
15:15-15:30: Upplýsingagjöf varðandi lífshætti og aðstoð til einstaklinga í krabbameinsmeðferð
15:30-15:45: Blendnar tilfinningar: Reynsla náinna aðstandenda af því að styðja sjúkling með langvinna lungnateppu til sjálfshjálpar
Ágrip málstofu í stafrófsröð
Að lifa með minningunum – upplifun foreldra af ferð með barni sínu í hjartaaðgerð erlendis
Skoðuð var reynsla foreldra barna með meðfæddan hjartagalla sem ferðuðust erlendis vegna hjartaaðgerðar barnsins síns. Innihaldsgreining á viðtölum við 12 foreldra sýndi eitt yfirþema „að lifa með minningunum“ og fjóra meginflokka upplifaðra álagsvalda: í limbó, ósýnileg ör, lögmæti og þakklæti. Minningar foreldra og tilfinninga
Blendnar tilfinningar: Reynsla náinna aðstandenda af því að styðja sjúkling með langvinna lungnateppu til sjálfshjálpar
Aðalhöfundur: Jónína Sigurgeirsdóttir Reynsla fjölskyldumeðlima af því að styðja LLT sjúklinga til sjálfshjálpar er ferli sem einkennist af stigvaxandi umönnunarbyrði aðstandenda, samhliða skerðingu á færni og getu LLT sjúklings til sjálfshjálpar. Umönnunarbyrðinni er lýst frá því að vera létt>miðlungs>þung, stuðningsþörf eykst.
Hugbúnaðarlausn fyrir fjölskyldur barna með meðfædda hjartagalla
Markmið þessa verkefnis er að bæta samskipti milli heilbrigðisstarfsfólks og foreldra barna með meðfædda hjartagalla með stafrænnni lausn. Afurð verkefnisins er gagnvirk tilraunavefsíðuviðmót þar sem foreldrar geta fært dagbók ásamt því að miðla fagfólki líðan sína. Fyrsta notendaprófun sýnir þörf á frekari þróun.
Upplýsingagjöf varðandi lífshætti og aðstoð til einstaklinga í krabbameinsmeðferð
Jóhanna E. Torfadóttir. Erindið fjallar um aðgengi einstaklinga í krabbameinsmeðferð á Íslandi á árunum 2015 til 2019 að upplýsingum frá heilbrigðisstarfsfólki um lifnaðarhætti sem gætu haft áhrif á framgang sjúkdómsins.