Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2021

Heilsufarsleg áhrif flugelda

Aðalhöfundur: Hjalti Már Björnsson
Vinnustaður eða stofnun:
Landspítali

Inngangur: Mikil aukning hefur verið í notkun flugelda á Íslandi síðustu áratugi. Fylgir þeim bæði nokkur fjöldi slysa sem og loftmengun.

Efniviður og aðferðir: Skoðuð eru gögn úr komuskráningu á Bráðamóttöku Landspítala til að finna fjölda þeirra sem leita til sjúkrahússins síðustu árin vegna flugeldaslysa. Einnig eru metnar upplýsingar frá læknum deildarinnar og úr könnun meðal lækna um algengi og alvarleika þess að sjúklingar verði fyrir skaðlegum áhrifum vegna loftmengunar af völdum flugelda. .

Niðurstöður: Á árunum 2011 til janúar 2021 komu alls 114 einstaklinga á Bráðamóttöku Landspítala vegna áverka eftir flugelda. Algengast var að um brunaáverka var að ræða.

Verið er að vinna úr könnun meðal lækna á algengi þess að sjúklingar þeirra hafi orðið fyrir skaðlegum áhrifum vegna loftmengunar flugelda.

Ályktanir: Verða kynntar síðar.

FARA Í MÁLSTOFU

Deildu þessu ágripi

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.