Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2021

Glerungseyðandi áhrif rafsígarettuvökva

Aðalhöfundur: Ægir Benediktsson
Vinnustaður eða stofnun: Tannlæknadeild Háskóla Íslands

Meðhöfundar, stofnun eða fyrirtæki:
Aníta Rut Axelsdóttir, Tannlæknadeild Háskóla Íslands. Gréta Rut Bjarnadóttir, Tannlæknadeild Háskóla Íslands. Inga B. Árnadóttir, Lektor Tannlæknadeild Háskóla Íslands. Vilhelm Grétar Ólafsson, Lektor Tannlæknadeil Háskóla Íslands.

Inngangur: Notkun rafretta og annarra nikotínvara hefur stóraukist á undanförnum mánuðum og árum. Tekist hefur að sýna fram á skaðsemi af notkun þeirra á ýmsa heilsufarsþætti, þar á meðal tannhald og tannhold. Hins vegar hafa litlar sem engar rannsóknir verið gerðar á tannvef, glerung og tannbeini. Markmið þessarar rannsóknar er því að kanna glerungseyðandi áhrif vökva sem er að finna á íslenskum markaði.

Efniviður og aðferðir: 11 rafrettuvökvar af íslenskum markaði voru valdir og sýrustig þeirra mælt með pH mæli.  Sítrónusafi var notaður sem jákvæð viðmiðunarlausn og kranavatn sem neikvæð viðmiðunarlausn. Krónuhlutar settir í tilraunaglasi ásamt 2mL af rafrettuvökva.  Glösunum var komið fyrir á velltigrind og skipt var um vökva einu sinni á sólarhring til að koma í veg fyrir að lausnirnar mettuðust.

Niðurstöður: Þegar hlutfallslegt þyngdartap tannanna var mælt kom í ljós að einhverjir þeirra vökva sem skoðaðir voru valda eyðingu á hörðum vefjum tanna, ásamt því að mælast með pH gildi undir 7. Athygli vekur að svo kallaðir saltvökvar mælast súrari en aðrir rafrettuvökvar.

Ályktanir: Það er ljóst að rafrettur hafa ekki skilað tilsettum árangri í að draga úr reykingum meðal almennings. Því meira sem þær eru rannsakaðar því sterkari virðist tengin við skaðsemi vera. Þessi rannsókn er algerlega í takt við þær hugmyndir og bendir til þess að ásamt því að valda skaða á tannhaldi geti notkun þessara tækja valdið eyðingu á hörðum vefjum tanna. Því er ljóst að notkun rafretta veldur skaða á flestum vefjum munnhols.

FARA Í MÁLSTOFU

Deildu þessu ágripi

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.