HÍ merki hvítt

MÁLSTOFA Á ÍSLENSKU

Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2021

Lýðheilsa

Flytjendur:

Tími, upplýsingar um málstofu:

Málstofustjóri: Fanney Þórsdóttir

15:30-15:45: Smokkanotkun ungra karlmanna: Eigindleg rannsókn
15:45-16:00: Landskönnun á mataræði Íslendinga 2019-2021
16:00-16:15: Glerungseyðandi áhrif rafsígarettuvökva
16:15-16:30: Vatnsbornar hópsýkingar á Íslandi – greining á umfangi og ástæðum
16:30-16:45: Lífvöktun eiturefna – magngreining á þrávirkum flúorefnum og akrýlamíði í ungum Íslendingum í tengslum við mataræði

Ágrip málstofu í stafrófsröð

Glerungseyðandi áhrif rafsígarettuvökva

Aðalhöfundur: Ægir Benediktsson. Í þessari rannsókn könnuðum við möguleg glerungseyðandi áhrif rafrettuvökva. Tannhlutar voru látnir veltast um í rafrettuvökvum í 14 daga og að því loknu var hlutfallslegt þyngdartap þeirra metið. Benda niðurstöður til þess að þessir vökvar geti valdið glerungseyðingu.

LESA ÁGRIP

Landskönnun á mataræði Íslendinga 2019-2021

Aðalhöfundur: Ragnhildur Guðmannsdóttir. Landskannanir á mataræði gefa góða mynd af mataræði þjóðarinnar og eru nauðsynlegar fyrir áframhaldandi stefnumótun og áherslna á sviði heilsueflingar og forvarna. Hér verða frumniðurstöður landskönnunar á mataræði 2019-2021 kynntar.

LESA ÁGRIP

Lífvöktun eiturefna – magngreining þrávirkra flúorefna og akrýlamíðs í ungum Íslendingum í tengslum við mataræði

Aðalhöfundur: Rannveig Ósk Jónsdóttir. Magngreining á þrávirkum flúorefnum og akrýlamíði í ungum Íslendingum, auk tenging við útsetningu í gegnum mataræði. Verkefnið var unnið sem hluti af evrópsku samstarfi.

LESA ÁGRIP

Smokkanotkun ungra karlmanna: Eigindleg rannsókn

Aðalhöfundur: Katrín Hilmarsdóttir. Lýsing á erindinu: Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða viðhorf ungra, íslenskra karlmanna til smokkanotkunar, sérstaklega m.t.t. almennrar notkunar, hvað letji og hvetji notkun, svo m.a. megi betur sníða kynfræðslu að þeirra þörfum, auka smokkanotkun og minnka tíðni kynsjúkdóma.

LESA ÁGRIP

Vatnsbornar hópsýkingar á Íslandi – greining á umfangi og ástæðum

Aðalhöfundur: María J. Gunnarsdóttir
Erindið er um rannsókn á fimmtán vatnsbornum hópsýkingum sem urðu hér á landi á tuttugu ára tímabili og greining á hvað hafi valdið því að vatnið mengaðist. Einnig er gerð samantekt á fjölda tilvika þar sem mælist saurmengun í neysluvatni við reglulegt eftirlit.

LESA ÁGRIP

Deildu þessari málstofu

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.