Glerungseyðandi áhrif rafsígarettuvökva
Aðalhöfundur: Ægir Benediktsson. Í þessari rannsókn könnuðum við möguleg glerungseyðandi áhrif rafrettuvökva. Tannhlutar voru látnir veltast um í rafrettuvökvum í 14 daga og að því loknu var hlutfallslegt þyngdartap þeirra metið. Benda niðurstöður til þess að þessir vökvar geti valdið glerungseyðingu.