Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2021

Aldursmunur hjá börnum og unglingum með áráttu- og þráhyggjuröskun: Einkenni, starfshæfni og fylgiraskanir

Aðalhöfundur: Orri Smárason
Vinnustaður eða stofnun: Sálfræðideild, Háskóli Íslands

Meðhöfundar, stofnun eða fyrirtæki:
Bernhard Weidle, Regional Center for Child Mental Health and Child Welfare, Norwegian University of Science and Technology, Trondheim, Norway. David R.M.A Hojgaard, Department of Child and Adolescent Psychiatry. Aarhus University Hospital, Psychiatry. Aarhus, Denmark. Nor Christian Torp, Division of Mental Health and Addiction, Vestre Viken Hospital, Drammen, Norway. Tord Ivarsson, Regional Center for Child Mental Health and Child Welfare, Norwegian University of Science and Technology, Trondheim,. Judith Becker Nissen, Department of Child and Adolescent Psychiatry. Aarhus University Hospital, Psychiatry. Aarhus, Denmark. Per Hove Thomsen, Department of Child and Adolescent Psychiatry. Aarhus University Hospital, Psychiatry. Aarhus, Denmark. Gudmundur Skarphedinsson, Sálfræðideild, Háskóli Íslands.

Inngangur: Einkenni geðraskana geta birst með ólíkum hætti hjá mismunandi aldurshópum barna og unglinga. Nokkrar rannsóknir hafa kannað hvort það eigi við hjá börnum með áráttu- og þráhyggjuröskun (ÁÞR) en niðurstöður þeirra eru óljósar. Þær rannsóknir notast einnig við ólíkar aðferðir, þær hafa flestar lítil úrtök og eru allar bundnar við enskumælandi þjóðfélög. Í þessari rannsókn skoðum við aldursmun hjá börnum með ÁÞR í fjölmennu Norrænu úrtaki.

Efniviður og aðferðir: Við bárum saman börn (11 ára og yngri) og unglinga (12 ára og eldri). Í úrtakinu voru 269 börn með staðfesta ÁÞR sem tóku þátt í NordLOTS meðferðarransókninni. Við bárum saman einkennamynd, mat á alvarleika einkenna, starfshæfniskerðingu og fylgiraskanir hjá hópunum tveimur.

Niðurstöður: Yngri hópurinn hafði lakara innsæi og fleiri voru með ADHD og mótþróaröskun Eldri hópurinn hafði hærri tíðni af hugrænni áráttuhegðun og meiri starfshæfniskerðingu en yngri hópurinn. Enginn munur fannst á tíðni kvíðaraskana, kipparaskana, þunglyndis né alvarleika ÁÞR einkenna. Kannað var hvort það breytti niðurstöðum að taka tillit til hvenær ÁÞR einkenni komu fyrst fram og hversu lengi þau höfðu verið til staðar en svo var ekki.

Ályktanir: Almennt reyndist aldursmunur minni í okkar úrtaki en í fyrri rannsóknum. Skipulag geðheilbrigðisþjónustu á Norðurlöndum, með áherslu á aðgengileg úrræði sem veitt eru á frumstigum vanda, gætu skýrt lægri tíðni fylgniraskana í báðum hópum.

FARA Í MÁLSTOFU

Deildu þessu ágripi

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.