Aðalhöfundur: Anna Bára Unnarsdóttir
Vinnustaður eða stofnun: Miðstöð í lýðheilsuvísindum, Læknadeild, Háskóla Íslands
Meðhöfundar, stofnun eða fyrirtæki:
Unnur Anna Valdimarsdóttir, Miðstöð í lýðheilsuvísindum, Læknadeild, Háskóla Íslands; 2Department of Medical Epidemiology and Biostatistics, Karolinska Institutet, Stokkhólmur, Svíþjóð; 3Department of Epidemiology, Harvard TH Chan School of Public Health, Boston, Massachusetts, USA. Thor Aspelund, Miðstöð í lýðheilsuvísinsum, Læknadeild, Háskóli Íslands, Reykjavík, Ísland; Hjartavernd, Kópavogur, Ísland.. Jóhanna Jakobsdóttir, Miðstöð í lýðheilsuvísinsum, Læknadeild, Háskóli Íslands, Reykjavík, Ísland. Arna Hauksdóttir, Miðstöð í lýðheilsuvísinsum, Læknadeild, Háskóli Íslands, Reykjavík, Ísland. Edda Björk Þórðardóttir, Miðstöð í lýðheilsuvísinsum, Læknadeild, Háskóli Íslands, Reykjavík, Ísland.
Inngangur: Faraldsfræðilegar lýðgrundaðar ferilrannsóknir hafa sýnt að tíðni skerta svefngæða eru á bilinu 27–52% meðal kvenna víðsvegar um heiminn. Engar faraldsfræðilegar rannsóknir hafa verið framkvæmdar til að meta svefngæði hjá íslenskum konum til þessa. Markmið þessarar rannsóknar er því að meta algengi skerta svefngæða hjá íslenskum konum og áhættuþætti þess.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er þversniðsrannsókn sem byggir á gögnum úr lýðgrunduðu ferilrannsókninni Áfallasaga kvenna og eru þátttakendur 29.649 íslenskar konur (18-69 ára) sem tóku þátt 2018-2019. Upplýsingum um bakgrunn kvenna og heilsufarslega þætti var safnað með rafrænum sjálfsmatsspurningalista. Pittsburg Sleep Quality Index (PSQI), 19 atriða spurningalisti, var notaður til að meta svefngæði kvenna sl. mánuð. Poission-aðhvarfsgreining var notuð til að reikna áhættuhlutföll með 95% öryggisbili. Leiðrétt var fyrir aldri, menntun, tekjum, líkamsþyngdarstuðli, áfengisneyslu og reykingum þegar það átti við.
Niðurstöður: Í heildina greindu 65,4% kvenna frá skertum svefngæðum (PSQI heildaskor >5) síðasta mánuðinn og 24,2% með alvarleg svefnvandamál (PSQI heildaskor >10). Samband aldurs og svefngæða var U-laga þar sem yngstu og elstu þátttakendurnir greindu frekar frá skertum svefngæðum. Jafnframt tengist búseta á Norðurlandi eða Suðurnesjum, lág félagshagfræðileg staða, óvirkni á vinnumarkaði, vaktavinna, að vera einhleyp, að eiga fimm börn eða fleiri og slæm heilsutengd hegðun aukinni hættu á alvarlegum svefnvandamálum.
Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að algengi skertra svefngæða sé hærra hjá íslenskum konum en annarsstaðar í heiminum. Þessar niðurstöður gætu nýst við skipulagninu forvarna og til að bera kennsl á konur sem þurfa hugsanlega á íhlutun að halda til að bæta svefngæði sín.