Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands

Lifrarskaði af völdum lyfja á Íslandi 2009-2024: Orsakir, horfur og langtímaafleiðingar

Egill Logason, Einar Stefán Björnsson and Bjarki Leó Snorrason

Inngangur: Lifrarskaði af völdum lyfja (drug-induced liver injury (DILI)) er sjaldgæf en mikilvæg aukaverkun lyfja sem getur valdið og gulu og lifrarbilun. Markmið rannsóknarinnar var meðal annars að kanna hverjar eru helstu orsakir DILI, Hvert er hlutfall sjúklinga með eðlileg lifrarpróf 1, 3 og 6 mánuðum eftir greiningu  og hverjir eru áhættuþættir fyrir lengdan batatíma hjá DILI sjúklingum. 

Efniviður og aðferðir: Aftursýn rannsókn þar sem rannsökuð voru öll þekkt DILI tilfelli á Íslandi á árunum 2009-2024. Tilfellin þurftu öll að uppfylla eftirfarandi hækkanir á lifrarprófum,>3x hækkun efri mörk ALAT eða >2x hækkun efri mörk ALP. Sjúkraskrár sjúklinga sem uppfylltu skilyrðin voru skoðaðar. 

Niðurstöður: Alls greindust 263 sjúklingar með DILI á árunum 2009-2024. Af þeim voru 97 karlar (37%) og 166 konur (63%). Þau lyf sem ollu flestum DILI tilfellum voru Amoxicilin/clavulanate (21%) og Infliximab (13%). Alls 84%  sjúklinga voru með eðlileg lifrarpróf innan sex mánuða en 16% með óeðlileg lifrarpróf. Af þeim sem voru ekki með eðlileg lifrarpróf innan 6 mánuða voru karlar 16% og konur 84% tilfella (p<0.05). Algengasta gerð lifrarskaða hjá þeim hópi var cholestatískur lifrarskaði (41%). Þrír þróuðu með sér annan lifrarsjúkdóm, primary biliary cholangitis (n=2), einn autoimmune hepatitis/PBC og tveir létu lífið vegna DILI. Ályktanir:  Amoxicillin/clavulanate er algengasta lyf sem veldur DILI á Íslandi. Alls 16% DILI voru með teikn um skaða eftir 6 mánuði, sem var algengara við cholestatískan skaða og hjá konum. Þrír þróuðu með sér annan lifrarsjúkdóm. Alls dóu 6% úr DILI af þeim sem voru með teikn um skaða eftir 6 mánuði.  

Sækja PDF

Deildu

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.