Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands

Komur aldraðra á bráðamóttöku Landspítala 2013-21

Höfundar:
Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, Ingibjörg Sigurþórsdóttir, Gyða Halldórsdóttir, Elísabet Guðmundsdóttir

Inngangur: Aldraðir einstaklingar í bráðaþjónustu fá oft ekki úrlausn við hæfi, heldur koma endurtekið á bráðamóttöku. Fyrri rannsókn á komum 67 ára og eldri á bráðamóttökur Landspítala sýndi að þeim fjölgaði í takt við lýðfræði á tímabilinu 2008-12, voru um 20% allra koma og hver einstaklingur kom að meðaltali þrisvar. Kynjamunur reyndist á komuástæðum og hlutfall einbúa sem komu á bráðamóttöku var hærra en í þýðinu. Alþjóðlega er talin ástæða til að auka þekkingu á bestu leiðum við þjónustu þessa hóps á viðeigandi þjónustustigi og koma í veg fyrir óþarfa endurkomur á bráðamóttöku. Markmið rannsóknarinnar var auka þekkingu um einstaklingsbundna þætti aldraðra á bráðamóttöku til að byggja upp gagnreynda þjónustu og viðeigandi úrræði.
Efniviður og aðferðir: Aftursýn rannsókn úr rafrænni sjúkraskrá um alla 67 ára og eldri sem komu á bráðamóttökur Landspítala frá 2013-2021. Gögn voru greind með lýsandi tölfræði og viðeigandi marktækniprófum á muni milli hópa.
Niðurstöður: Á tímabilinu voru 130.138 komur 34.339 einstaklinga, 99,8% einstaklinga áttu færri en 30 komur alls en einn einstaklingur átti 136 komur. Algengasti komutími var á morgunvöktum, konur voru fleiri en karlar en hlutfall karla úr þýði var hærra. Einkennagreiningar ICD-10 sjúkdómsgreiningaflokkunar voru alengastar, komum vegna hjarta- og æðasjúkdóma fækkaði. Eldri aldurshópar urðu áttu tíðari komur með tímanum, komum fjölgaði í takt við lýðfræði þýðisins en hlutfall innlagna hélst svipað (36%).
Ályktanir: Aldraðir eru fjölmennur og fjölbreyttur hópur sem leitar á bráðamóttöku af ólíkum ástæðum. Mikilvægt er efla starfsfólk sem sinnir öldruðum með gagnreyndri þekkingu um þarfir þeirra og möguleg úrræði eftir útskrift.

Sækja PDF

Deildu

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.