Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands

Hlutverk og starfsumhverfi héraðsljósmæðra sem starfa í dreifðari byggðum: Kortlagningasamantekt

Arna Huld Sigurðardóttir, Sigrún Kristjánsdóttir and Berglind Hálfdánsdóttir

Inngangur: Ekki búa allir við jafnræði þegar kemur að heilbrigðisþjónustu á Íslandi þar sem í deifðari byggðum er jafnan takmörkuð þjónusta, borið saman við stærstu þéttbýlisstaði. Fyrir vikið búa ekki allar fæðandi konur við sama andlega og líkamlega öryggi. Tryggja þarf grunnþjónustu og öryggi móður, barns og heilbrigðisstarfsmanna. Markmið samantektarinnar var að kanna þá þekkingu sem til er um störf ljósmæðra í dreifðari byggðum og draga upp mögulega heildarmynd af nýju hlutverki héraðsljósmæðra og starfsaðstæðum þeirra.

Efniviður og aðferðir: Gerð var kortlagningasamantekt (e. scoping review) og leitað í gagnagrunnum PubMed, CINHAL og Scopus með fyrirfram ákveðnum leitarorðum. PRISMA gátlisti/flæðirit voru notuð við heimildaleit og skimun á greinum. Rannsóknargreinar voru gæðametnar með viðeigandi mælitækjum (Joanna Briggs) og greinarnar settar upp í MATRIX töflu til samþættingar.

Niðurstöður: Bráðabirgðaniðurstöður gefa til kynna að bæði þjónustuþegar og ljósmæður vilja upplifa öryggi til að draga úr kvíða. Konur vilja hafa gott aðgengi að gæðaþjónustu án þess að þurfa ferðast langar vegalengdir, með tilheyrandi kostnaði, sem og að ljósmæður sinni umönnun þeirra af fagmennsku. Ljósmæður sem starfa í dreifðari byggðum þurfa að búa yfir yfirgripsmikilli kunnáttu og þörf er á að efla þverfaglega samvinnu til að tryggja öryggi móður, barns og starfsmanna. Nánari niðurstöður munu liggja fyrir í lok sumars 2024.

Ályktanir: Vonir eru bundnar við að hægt verði að nýta niðurstöður samantektarinnar til að styðja við þróun barneignaþjónustu í dreifðari byggðum og mótun á nýju hlutverki héraðsljósmæðra. Mikilvægt er að leita allra leiða til að jafna aðstöðumun eftir búsetu varðandi aðgengi að grunnheilbrigðisþjónustu ljósmæðra.

 

Sækja PDF

Deildu

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.