Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2023

Hermikrákur (samráðshópur um færni- og hermikennslu innan heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands)

Þorsteinn Jónsson and Elsa Valsdóttir

Lýsing:
Í nútíma öryggismenningu er mikilvægt að skapa umhverfi þar sem heilbrigðisvísindanemendur geta lært og þjálfað hæfni og samvinnu í öruggu umhverfi, þar sem horft er á mistök sem námstækifæri án afleiðinga. Herming (simulation) hefur sannað gildi sitt sem öflug kennsluaðferð í heilbrigðisvísindum. Herming grundvallast á aðferðafræði sem er ætlað að skapa aðstæður eða umhverfi til að leyfa einstaklingum að upplifa framsetningu á raunverulegum atburðum í þeim tilgangi að læra, þjálfa, prófa og þannig öðlast skilning. Hermikennsla kallar á öfluga innviði við uppbyggingu á rými, aðbúnaði og mannafla. Það er því mikilvægt við innleiðingu aukinnar hermikennslu á heilbrigðisvísindasviði að efla samstarf milli sérgreina til að deila reynslu og samhæfa uppbyggingu. Í þeim tilgangi var á haustmisseri 2023 stofnaður samráðshópur um færni- og hermikennslu innan HVS. Hópurinn kallar sig Hermikrákur og þar eiga fulltrúar flestra námsleiða HVS. Megin tilgangur hópsins er samráðsvettvangur eininga á heilbrigðisvísindasviði varðandi þróun og uppbyggingu á færni- og hermikennslu í heilbrigðisvísundum. Hópurinn hittist reglulega og ræðir stöðu og þróun hermikennslu innan námsleiða, framtíðarmarkmið og hvernig hægt sé að vinna saman að slíkum markmiðum. Hópurinn hefur líka fylgst vel með uppbyggingu á nýju sameiginlegu færni- og hermisetri Háskóla Íslands og Landspítala í Eirbergi, og komið með hugmyndir um útfærslur við uppbyggingu sem nýtast öllum námsleiðum. Í málstofunni verður greint frá þverfaglegu samstarfi samráðshópsins.

 

Sækja PDF

Deildu

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.