Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2023

Hermikennsla í sýndarveruleika

Höfundar:
Sigríður Ásta Þorgeirsdóttir, Birgir Már Þorgeirsson, Hannah Sjöstedt

Inngangur
Í bráðaaðstæðum er mikilvægt að viðbragðsteymi séu samrýmd í viðbrögðum sínum. Hermikennsla þjónar þessu markmiði og hafa rannsóknir bent til að slík þjálfun auki á færni og viðbragðsgetu teymisins. Hermikennsla er hins vegar líka mannafls- og tímafrek. Þessi rannsókn snýst um að kanna notagildi kennsluaðferðar sem auðveldar aðgengi að bráðaþjálfun.

Efniviður og aðferð
Medagogic ehf. er nýsköpunarfyrirtæki sem í samstarfi við bráðadeild barna á Sahlgrenska hefur þróað sýndarveruleikahermi sem ætlað er að þjálfa viðbrögð teymisstjóra í bráðaaðstæðum. Slíkan hermi væri hægt að nýta sem viðbót við hefðbundna hermikennslu.
Notendaprófanir voru gerðar á læknum á bráðadeild barna í Gautaborg. Þátttakendur fengu að upplifa fyrstu útgáfu af bráðaaðstæðum í sýndarveruleika. Fyrir prófun svöruðu þátttakendur spurningum sinn bakgrunn og reynslu af viðlíka lausnum. Eftir prófun svöruðu þátttakendur spurningum um upplifun sína.

Niðurstöður
Alls tóku 12 læknar á bráðadeild barna þátt í prófuninni. Starfsaldur þátttakenda var á bilinu 1 – 30 ár
Allir þátttakendur töldu sig þurfa aukin tækifæri til þjálfunar í bráðaaðstæðum. Enginn af þátttakendum hafði fyrri reynslu af sýndarveruleika. Allir þátttakendur töldu að þessi kennsluaðferð gæti bætt viðbrögð sín við raunverulegum bráðaaðstæðum. 63% þátttakanda sáu fyrir sér að nýta sér einstaklingsbundna sýndarveruleikaþjálfun reglulega í vinnu eða utan. Sýndarveruleikaheimurinn þótti raunverulegur en hegðun teymis og viðbrögð þyrftu að vera raunsærri.

Ályktun/samantekt
Niðurstöður prófananna sem gerðar voru sýna að þörf er á auknu aðgengi að þjálfun í bráðaaðstæðum. Einstaklingsbundin þjálfun í sýndarveruleika getur mögulega mætt þeirri þörf. Frekari þróun hermisins í samstarfi við heilbrigðisstarfsfólk er þörf.

Deildu

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.