Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2023

Heilsutengdar upplýsingar: Reynsla og þarfir eldra fólks á stjálbýlum svæðum

Höfundar:
Sonja Stelly Gústafsdóttir, Sólveig Ása Árnadóttir, Árún K. Sigurðardóttir, Lena Mårtensson

Inngangur
Heilsulæsi (HL) vísar bæði til einstaklingsfærni og úrræða í samfélaginu. Þekking á því hvernig umhverfið og úrræði þess hafa áhrif á heilsutengda ákvarðanatöku eldra fólks er af skornum skammti. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna reynslu eldra fólks í strjálbýlum svæðum af áhrifum umhverfisþátta á HL og að greina þarfir þess til eflingar.
Efniviður og aðferð
Rannsóknin var eigindleg og gögnum safnað með tuttugu einstaklingsviðtölum við fólk á aldrinum 70 til 96 ára, sem býr heima, á þremur svæðum á Norðurlandi. Notuð var eigindleg innihaldsgreiningin við gagnagreiningu.
Niðurstöður
Gagnagreining stendur enn yfir, en fyrstu niðurstöður benda til birtingar fimm flokka. „Hliðið sem þarf að þekkja, finna og nálgast“ lýsti margþættum áskorunum við að afla upplýsinga. „Mikilvægi persónulegra samskipta“ inniheldur ósk um meiri persónuleg samskipti. „Tæknin sem mikilvæg þróun en einnig hindrun“ felur í sér skilning á framförum en útskýrir um leið þær áskoranir sem þær hafa í för með sér. „Efling jafnt og lækning“ felur í sér þörf fyrir upplýsingar um heilsu, ekki aðeins veikindi. „Stuðningur ættingja og vina“ lýsti þeirri aðstoð sem þörf var nýtt eða þörf var á frá ástvinum.
Ályktanir
Þessar fyrstu niðurstöður benda til þess að ýmsir umhverfisþættir hindri aðgengi eldra fólks að heilsutengdum upplýsingum og þjónustu. Kallað er eftir meiri áherslu á heilsueflingu, að fólk hafa val á einfaldara þjónustukerfi m.a. til að mæta þeim sem ekki fylgja hraðri tækniþróun og mikilvægi persónulegra tengsla í málefnum sem lúta að heilsunni. Þörf er á heilsulæsum stofnunum til að mæta áskorunum eldra fólks.

Sækja PDF

Deildu

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.