Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2023

Dýpkun náms verklegra kennslustunda

Höfundar:
Atli Ágústsson

Markmið rannsóknarinnar er að efla nám í verklegum kennslustundum til viðbótar við leikni, með því að nemendur læri af reynslunni, og nýti sér verklega kennslu betur meðan á námi þeirra stendur. Það að sýna fram á að lærdómur í verklegri kennslustund sé ekki eingöngu í formi þekkingar á handbrögðum og leikni í beitingu þeirra heldur geti einnig eflt nemendur í að nýta sér síðustu verklegu kennslustund sem undirbúning fyrir þá næstu, til að efla lærdóm, er mikilvæg „varða“ náms í verklegum kennslustundum.
Rannsóknarsniðið var eigindleg langtíma rannsókn. Gagnasöfnun var á formi ígrundunar dagbók/spurninga sem svarað er eftir verklegar kennslustundir.
38 nemendur voru í úrtakinu. Fyrstu niðurstöður benda til að nemendur nýttu sér ígrundunina til að bæta sig í tækninni við það að læra. Notkun hæfniviðmiða til undirbúnings fyrir verklegar kennslustundir jókst eftir því sem ígrundunum fjölgaði. Lestur kennslubóka og ítarefnis var lítill sem enginn, en áhorf á myndbönd á Canvas síðu var þeim mun meira og notkun Youtube rása eins og „Dr Najeeb“ og „Ninja Nerd“ var enn meiri. Þegar nemendur ígrunduðu hvernig þau gætu náðu hæfniviðmiðum betur, fólst það í því að finna „góða“ síðu á internetinu eða Youtube rás, fremur en að sökkva sér í námsefnið á Canvas-síðu námskeiðsins.
Ígrundun er góð leið til að „dýpka“ lærdóm nemenda fyrir verklegar kennslustundir, en þau þurfa leiðsögn í framkvæmdinni.

Deildu

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.