Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2023

Blóðþegar á Landspítalanum árið 2021

Höfundar:
Sólveig Rán Stefánsdóttir, Níels Árni Árnason, Reynir Arngrímsson, Þorbjörn Jónsson, Sigurborg Matthíasdóttir, Ragna Landrö, Erna Knútsdóttir, Sveinn Guðmundsson, Ólafur Eysteinn Sigurjónsson

Inngangur:
Blóðhlutagjafir eru oftast notaðar í tengslum við skurðaðgerðir, meðferð við blóðleysi, t.d. vegna krabbameinsmeðferða og sem viðbrögð við slysum. Erlendis hafa verið framkvæmdar og birtar margar lýðfræðilegar greiningar á blóðþegum en vöntun er á slíkum rannsóknum hérlendis.
Markmið:
Framkvæma forrannsókn þar sem blóðþegahópnum á Landspítalnum er lýst m.t.t. aldurs, kyns, innlagnarsviðs og blóðinngjafarálagi (e. Transfusion load).
Aðferðir:
Upplýsingum um blóðinngjafir á Landspítalnum árið 2021 var safnað í gegnum gagnagrunn Blóðbankans, ProSang Statistics. Deildir spítalans sem pöntuðu blóðhlutana voru flokkaðar niður á stærri lýsandi svið. Blóðþegar voru flokkaðir niður eftir aldri, kyni, sviðum, fjölda inngefinna blóðhluta á sjúkling og gerð blóðhluta.
Niðurstöður:
Flestir blóðþegar voru 50 – 80 ára (n = 2933). Meðalaldur blóðþega var 62,8 ár [± 23,5]. Konur voru 54% rauðkornaþykknisþega, 38% plasmaþega og 34% blóðflöguþega. Flestir blóðþegar voru á skurðlækningadeildum (19%) eða slysadeildum (17%). Greining á öllum inngefnum blóðhlutum sýndi að stærsti hluti þeirra var gefinn á blóð- og krabbameinsdeildum (33%), öldrunarlækningadeildum (12%) og lyflækningadeildum (12%). Meirihluti blóðflagna var gefinn á blóð- og krabbameinsdeildum (65%) og plasma á lyflækningadeildum (33%). Flestir blóðþegar fengu eingöngu rauðkornaþykkni (81%).
Inngefinn fjöldi rauðkornaeininga var ein (15%), tvær (35%) eða þrjár eða fleiri (50%). Eingöngu 3,34% blóðþega fengu allar gerðir blóðhluta (rauðkornaþykkni, plasma, blóðflögur).
Ályktun:
Meðalaldur blóðþega var hár. Margir eldri sjúklingar fengu blóðhluta á slysadeildum (meðalaldur 69,7±17,4). Aldursdreifing blóðþega var viðsnúin borin saman við aldursdreifingu þjóðarinnar. Flestir blóðþegar fengu inngefnar tvær rauðkornaþykkniseiningar. Blóð- og krabbameinsdeildir notuðu langtum mest af blóðhlutum.

Deildu

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.