Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2023

Áhrif áhættuminnkandi lyfjagátaraðgerða á sýklalyfjaávísanir á Íslandi og á Norðurlöndunum

Petra Ósk Guðbjargardóttir

Inngangur: Flúorókínólónar eru breiðvirk sýklalyf með sjaldgæfar en alvarlegar aukaverkanir. Í október 2018, í kjölfarið á málskoti vegna þessara alvarlegu aukaverkana, mælti Evrópska Lyfjastofnunin (EMA) með því að takmarka notkun flúorókínólóna af öryggisástæðum. Markmið þessara rannsóknar var að meta áhrif lyfjagátar-aðgerða á flúorókínólónanotkun á Íslandi og bera niðurstöðurnar við hin norðurlöndin
Aðferðir: Framkvæmd var afturskyggn hóprannsókn á sýklalyfjaávísunum á Íslandi yfir tímabilið 2013-2023 og niðurstöðurnar bornar saman við Norðurlöndin. Aukaverkanagögn frá Vigibase voru einnig greind.
Niðurstöður: Sýklalyfjaávísunum, þar með talið fyrir flúorókínólóna, fækkaði á Íslandi árin 2019-2023 samanborið við 2013-2018 en má nefna að lyfjaávísunum fyrir breiðvirk penicillín hækkuðu eftir árið 2018.. Hins vegar er sýklalyfjanotkun Íslands ennþá meiri en á Norðurlöndum þrátt fyrir lækkunina. Takmarkaður fjöldi aukaverkanatilkynninga vegna flúorókínólóna barst á árunum sem rannsóknin nær yfir, hins vegar kom fram aukning á tilkynningum árið 2019, í kjölfar málskotsins.
Ályktun: Flúórókínólónanotkun minnkaði hér á landi eftir lyfjagátaraðgerðir, en aðrir þættir hafa líklega einnig spilað inn í þar sem sýklalyfjaávísunum lækka á þessu tímabili.

 

Sækja PDF

Deildu

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.