Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2023

Aðlögun að gerjuðu og súrsuðu mataræði

Áki Guðni Karlsson, Bryndís Eva Birgisdóttir and Jón Þór Pétursson

Inngangur: Nýlega fór fram slemuð samanburðarrannsókn á áhrifum aukinnar neyslu gerjaðrar fæðu á heilsufar og líðan. Rannsóknin snýst um áskoranir sem þátttakendur mættu við að auka verulega magn gerjaðra matvæla í daglegri fæðu og til hvaða aðferða þau gripu til að mæta þeim.

Efniviður og aðferðir: Tekin voru opin viðtöl við 17 þátttakendur í þeim hópi sem breytti um mataræði. Viðtölin eru 30-60 mínútur að lengd. Þau voru greind með því að kóða fyrir ákveðnar rannsóknarspurningar: hvaða áskoranir mættu þátttakendum og hvaða aðferðum beittu þau til að mæta þeim?

Niðurstöður: Viðtölin leiddu í ljós að margir þátttakendur áttu verulega erfitt með að mæta kröfum rannsóknarinnar um aukið magn gerjaðra matvæla. Ýmsir þættir höfðu áhrif á það hvaða matvæli fólk kaus helst sem hluta af þeim sex skömmtum sem gerð var krafa um. Meðal þessara áhrifaþátta voru hugmyndir um heilsufarsleg áhrif tiltekinna matvæla eða innihaldsefna, smekkur byggður á reynslu og minningum, og upplifun af eigin líðan.

Ályktanir: Viðtalsrannsóknin sýndi að breytingin á mataræði fól í sér margvíslegar áskoranir, sem tengjast aðstæðum þátttakenda og fjölþættum tengslum þeirra við mat.

 

Sækja PDF

Deildu

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.