HÍ merki hvítt

ÖRFYRIRLESTUR

Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2021

Klínískar rannsóknir og lýðheilsa

Flytjendur:

UPPTAKA AF ÖRFYRILESTRUM

Algengi augnþurrks meðal sjúklinga á bráðalyflækningadeild Landspítala

Aðalhöfundur: Helga Rut Steindsóttir.

Markmið rannsóknarinnar var að kanna algengi augnþurrks meðal sjúklinga á bráðalyflækningadeild Landspítalans, og að meta hvort algengi augnþurrks sé hærra meðal sjúklinga á fjöllyfjameðferð. Einnig voru könnuð tengsl við aldur, kyn og sjúkdómaflokka.

LESA ÁGRIP

Bráður nýrnaskaði á bráðamóttöku: Framsýn, tilfellamiðuð rannsókn

Aðalhöfundur: Telma Huld Ragnarsdóttir. Bráður nýrnaskaði (BNS) er alvarlegur fylgikvilli bráðra veikinda. Þessi rannsókn skoðar áhættuþætti og orsakir BNS meðal sjúklinga sem leita á BMT með framsýnum, tilfellamiðuðum hætti.

LESA ÁGRIP

Climate change and health – Opportunities for health professional action

Main Author: Katie Huffling, MS, RN, CNM, FAAN. In this presentation learn how by addressing climate change and planetary health, nurses and other health professionals have an incredible opportunity to prevent disease and support health on a population scale.

LESA ÁGRIP

Langtímaáhrif sex vikna endurhæfingar á svefn hjá vefjagigtarsjúklingum og tengsl svefngæða við vefjagigtareinkenni

Valdís Halla Friðjónsdóttir. Kynning á niðurstöðum BS ritgerðar í læknisfræði um langtímaáhrif sex vikna endurhæfingar á svefn hjá vefjagigtarsjúklingum og tengsl vefjagigtareinkenna við svefngæði.

LESA ÁGRIP

Nýgengi og áhættuþættir langvinns nýrnasjúkdóms á Íslandi

Arnar Jan Jónsson. Nýgengi og áhættuþættir langvinns nýrnasjúkdóms (LNS) á Íslandi var áætlað og byggði á rúmlega 1.8 milljón kreatínín mælinga í sermi ásamt próteinmælingum í þvagi og sjúkdómsgreiningum hjá rúmega 206.000 Íslendingum. Niðurstöður sýndu lágt nýgengi LNS, einkum ef notast var við aldursaðlagaðar skilgreiningar

LESA ÁGRIP

Súrefnismælingar í augnbotnum í heilbrigðum og við væga vitræna skerðingu

Aðalhöfundur: Védís Helgadóttir. Tilgangur verkefnisins er að kanna hvort súrefnismælingar hafi forspárgildi um hvort væg vitræn skerðing þróist í Alzheimers sjúkdóm og hvort að súrefnismettun í sjónhimnuæðum breytist í framgangi sjúkdóma. Kynntar verða niðurstöður úr samanburði á sjálfvirku og handvirku súrefnismælingaforriti.

LESA ÁGRIP

Súrefnismettun í sjónhimnuæðum í heila-og mænusiggi

Aðalhöfundur: Anna Bryndís Einarsdóttir
Rannsókn á sjónhimnusúrefnismælingum í heila- og mænusiggi.

LESA ÁGRIP

Synthesis of advanced optical materials for sensors in medical equipment

Dmitrii Razinkov. Polymerization and copolymerization of thiiranes with CS2 to form sulfur-rich polymers is very important as it is a basic raw material for plastic lenses, prisms, waveguides, ophthalmic devices, and sensors in medical equipment.They have utstanding optical qualities, processability

LESA ÁGRIP

Viðhorf lækna og sjúklinga til lyfjaskipta á adalimumab: úr Humira® yfir í Imraldi®

Kristín Karlsdóttir, 1. mars 2019 tók í gildi nýr samningur þar sem öllum einstaklingum sem notuðu Humira var skipt yfir á meðferð með Imraldi. Því var kannað viðhorf og hvernig til tókst við þessi skipti, annars vegar meðal þeirra sjúklinga sem skiptu um lyf og hins vegar sérfræðilækna í gigtar-, meltingarfæra- og húðsjúkdómum

LESA ÁGRIP

Senda höfundi örfyrirlesturs spurningu

Netfang þitt verður ekki birt.

Deildu þessari málstofu

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.