Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2021

Kennslumyndbönd fyrir verklega kennslu og rannsóknanám í lyfjafræði

Aðalhöfundur: Árni Þorgrímur Kristjánsson.
Vinnustaður eða stofnun: Lyfjafræðideild Háskóla Íslands.

Meðhöfundur, stofnun eða fyrirtæki: Már Másson, Lyfjafræðideild Háskóla Íslands.

Inngangur: Verkefnið fjallar um að búa til stutt kennslumyndbönd fyrir verklega kennslu við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Markmiðið var að þróa rafrænt aðgengilegt hjálparkennsluefni til að létta undir með kennurum og nemendum og auka gæði kennslunnar. Lögð var áhersla á að myndböndin sýndu rétta notkun á hinum ýmsu tækjum sem notuð eru á rannsóknastofunum.

Efniviður og aðferðir: Verkefninu var hrint af stað eftir að styrkur fékkst frá Kennslumálasjóði Háskóla Íslands árið 2019. Fyrir utan kaup á 4K myndbandsupptökuvél með aukahlutum, fór mesti hluti styrkjarins í laun fyrir þá lyfjafræðinemendur á 3. og 4 ári sem ráðnir voru til að sjá um upptökur og framleiðslu myndbandanna. Ákveðið var í samvinnu við leiðbeinendur verkefnisins hvaða tæki yrðu valin og í hvaða forgangsröð. Notendur með mestu reynsluna voru fengnir hverju sinni til að aðstoða með handrit og upptökur. Myndbandsklippur voru færðar inn á tölvu, yfirfarnar og klipptar niður. Þegar hvert handrit var tilbúið var það lesið inn á myndbandið og gætt að því að málfar væri skýrt og skiljanlegt, bæði á ensku og íslensku.

Niðurstöður: Í dag eru kennslumyndböndin orðin yfir 50 talsins og aðgengileg öllum á heimasvæði Lyfjafræðideildar og á YouTube. Að hafa upplýsingamyndbönd yfir tækin aðgengileg á netinu, minnkaði álag á kennara við verklega kennslu og nemendur gátu undirbúið sig betur, áður en þeir mættu í verklegu tímana.

Ályktanir: Kennslumyndböndin aðstoða kennara við verklega kennslu og auka gæði hennar. Með myndböndunum er einnig verið að vernda betur dýrmæta og flókna innviði Háskóla Íslands með réttari og betri umgengni og um leið auka öryggi notenda.

FARA Í MÁLSTOFU

Deildu þessu ágripi

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.