Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2021

Fæðingarstofan: vettvangsathugun og viðtöl við ljósmæður

Aðalhöfundur: Laufey Rún Ingólfsdóttir
Vinnustaður eða stofnun: Háskóli Íslands, Hjúkrunarfræðideild – Námsbraut í ljósmóðurfræði, Landspítali – Kvenna-og barnasvið

Meðhöfundur, stofnun eða fyrirtæki:
Helga Gottfreðsdóttir, Háskóli Íslands, Hjúkrunarfræðideild – Námsbraut í ljósmóðurfræði, Landspítali – Kvenna-og barnasvið.

Inngangur: Vel hannað fæðingarumhverfi getur stutt við eðlilegt ferli fæðinga. Í dag eru margar fæðingarstofur útbúnar þannig að sú tækni sem er í boði er áberandi og jafnvel það eina sem blasir við konu í fæðingu. Það getur leitt til óöryggis og hamlað því að konan nýti sín bjargráð og dregið þannig úr líkum á eðlilegu fæðingarferli. Tilgangur rannsóknarinnar er að forprófa mælitækið BUDSET til að meta fæðingarumhverfi og taka viðtöl við ljósmæður til að skoða reynslu þeirra af fæðingarumhverfinu.

Efniviður og aðferð: Vettvangsathugunum á fjórum fæðingarstöðum með mælitækinu BUDSET. Innihaldsgreining á fjórum einstaklingsviðtölum.

Niðurstöður: Fæðingarumhverfið styður misvel við eðlilegar fæðingar samkvæmt samkvæmt BUDSET. Yfirþemað í viðtölum við ljósmæður var ,,áhrif fæðingarumhverfis‘‘. Meginþemun voru tvö: 1) Fæðingarumhverfi er allskonar. Það undirstrikaði fjölbreytni sem var til staðar í fæðingarumhverfinu, þætti sem styðja við eðlilegt ferli og þætti sem hamla.  2) Hlutverk ljósmóður. Ljósmæður telja nærveru þeirra skipta máli í fæðingarumhverfinu, að hún sé nokkurskonar verkfæri. Þeim þótti mikilvægt að konur upplifðu sig ekki sem gesti á fæðingarstofum. Undirþemu voru níu.

Ályktanir: BUDSET hentar vel við mat á fæðingarumhverfi hér á landi og það má nýta til að skoða fæðingarumhverfið með tilliti til þess sem betur má fara. Niðurstöður gefa vísbendingar um að ljósmæður gegni mikilvægu hlutverki í að skapa og hagræða fæðingarumhverfi eftir þörfum hverrar og einnar konu til að auka líkur á að hún fæði eðlilega.

FARA Í MÁLSTOFU

Deildu þessu ágripi

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest

Sækja PDF

Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.