Fæðingarsögur Bjarkarinnar: Eigindleg etnógrafísk frásagnargreining
Ilmur Björg Einarsdóttir
Fæðingarsögur Bjarkarinnar.
Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða reynslu kvenna sem fæða í Björkinni í gegnum fæðingarsögur þeirra sem birtust á vef Bjarkarinnar. Enn fremur að kanna áherslur í þjónustu Bjarkarinnar og hvernig ljósmæður hennar stuðla að jákvæðri fæðingarreynslu.
Fæðingarstellingar kvenna á Íslandi árin 2012-2018: Lýðgrunduð ferilrannsókn
Elfa Lind Einarsdóttir.
Kannaðar voru fæðingarstellingar kvenna á Íslandi árin 2012-2018 og tengsl mögulegra bakgrunnsbreyta þeirra (aldur, ríkisfang, fjöldi fyrri barna og fleira) við ákveðnar fæðingarstellingar.
Fæðingarstofan: vettvangsathugun og viðtöl við ljósmæður
Laufey Rún Ingólfsdóttir. Forprófun á mælitæki sem þróað var í Ástralíu til að meta fæðingarstofur og þá hvort umhverfi þeirra styðji við eðlilegt ferli fæðingarinnar. Jafnframt voru tekin viðtöl við ljósmæður til að fá þeirra sýn á fæðingarumhverfið, hvaða þættir eru styðjandi við eðlilegt ferli og hvaða þættir hamlandi.
Náttúruleg meðgöngulengd kvenna, sem fæddu börn með valkeisaraskurði sem fengu öndunarörðugleika strax eftir fæðinguna
Aðalhöfundur: Katrín Hrefna Demian. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort konum, sem eignuðust börn sem fæddust með VKS og fengu öndunarörðugleika strax eftir fæðingu, sé eiginlegt að ganga lengur með sín börn en aðrar konur.
Neysla ómega-3 fitusýra og fylgni við mælingar á styrk fitusýra í blóðvökva barnshafandi kvenna
Aðalhöfundur: Ellen Alma Tryggvadóttir. Neysla barnhafandi kvenna, snemma á meðgöngu, á fæðutegundum og bætiefnum sem innihalda langar ómega-3 fitusýrur og fylgni við styrk fitusýra í blóðvökva.
Sources of Information on Nutrition in Pregnancy
Bryndís Eva Birgisdóttir – Um aðgengi kvenna að gagnreyndum upplýsingum um mat og næringu og næringarmeðferð á meðgöngu
Styrkur fólats í blóði barnshafandi kvenna og almennu þýði kvenna á aldrinum 20-40 ára
Aðalhöfundur: Ingibjörg Gunnarsdóttir. Ágripið lýsir niðurstöðum mælinga á styrk fólats í rauðum blóðkornum meðal tveggja hópa íslenskra kvenna, annars vegar barnshafandi og hins vegar úr almennu þýði.