Höfundar:
Steinunn Olafsdottir, Abigail Snook
Inngangur: Ein mesta áskorun í starfi háskólakennara er að leggja fyrir verkefni efla þátttöku og nám nemenda. Púslaðferðin miðar að því að auka virkni nemenda með því að hvetja þá til að verða “sérfræðingar” í tilteknu viðfangsefni. Mismunandi “sérfræðingar” koma síðan saman þar sem þeir læra hver af öðrum og sýna fram á hvað þeir hafi lært. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvaða áhrif púslaðferðin hafði á mat nemenda á námsþætti sem snerist um flókin samskipti.
Efniviður og aðferðir: Árið 2021 fluttu nemendur hefðbundnar hópakynningar á tilteknu viðfangsefni og var mat nemenda borið saman við mat nemenda árið 2022 þar sem púslaðferðin var notuð. Viðfangsefnin voru svipuð þ.e. notendamiðuð þjónusta, áhugahvetjandi samtal, heilsulæsi, fjölmenningarhæfni og sameiginleg ákvörðunartöku. Fjöldi nemenda sem voru “sammála” eða “mjög sammála” viðeigandi fullyrðingum var borinn saman á milli áranna.
Niðurstöður: Árið 2021 fannst 63% (17/27) nemenda viðfangsefnin mikilvæg á móti rúmlega 96% (25/26) árið 2022. Fjölgun var milli ára í hópi nemenda sem fannst öryggi sitt í samskiptum hafa aukist (18/27 í 22/27 nemendur) og þeirra sem tjáðu aukna félagslega hæfni (16/27 í 21/27 nemendur). Meirihluta nemenda (20/27) fannst gaman að taka þátt púslaðferðinni og í opnum spurningum tóku 9/21 nemendur sérstaklega fram að þeim líkaði vel við þessa aðferð.
Ályktanir: Púslaðferðin virðist hafa aukið mikilvægi viðfangsefnanna fyrir nemendum sem og öryggi þeirra í samskiptum og félagslegri hæfni. Kennsluþróunarstjórar ættu að kenna og hvetja háskólakennara til að nota púslaðferðina til að auka virkni nemenda í námi.