Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2023

Brjóstagjafaráðgjöf á Íslandi – innsýn í helstu verkefni og áskoranir

Stefanía Elsa Jónsdóttir and Emma Marie Swift

Bakgrunnur: Brjóstagjöf hefur jákvæð lífeðlisfræðileg áhrif á móður og barn og er brjóstamjólk besta næring sem völ er á fyrir nýbura. Ýmis vandamál geta komið upp á þessum fyrstu mánuðum og því er mikilvægt að konur geti fengið viðeigandi fræðslu og stuðning til að ná megi þessum markmiðum um brjóstagjöf til sex mánaða aldurs.
Tilgangur: Að kanna og lýsa hvað felst í starfi brjóstagjafaráðgjafa á Íslandi og hvaða
áskoranir þeir eru helst að fást við.
Aðferð: Eigindleg aðferðafræði. Stuðst var við tilgangsúrtak þar sem sex brjóstagjafaráðgjafar komu í tvö rýnihópaviðtöl.
Niðurstöður: Við gagnagreiningu komu í ljós tvö meginþemu og fimm undirþemu í hvoru
meginþema. Fyrra meginþemað: Allt frá alvarlegum vandamálum yfir í stuðning og
hughreystingu, var með undirþemun: 1) „Leysa vandamál sem aðrir geta ekki leyst“ 2) „Samspil móður og barns“, 3) „Getur jafnast á við sálfræðitíma“, 4) Þörf á því að skoða heildarmyndina og 5) Almenn þekking um brjóstagjöf er ábótavant. Seinna meginþemað: Það er ekkert almennilegt kerfi var með eftirfarandi undirþemun: 1) Of mörg kerfislæg vandamál, 2) Engin miðlæg stýring á þjónustu, 3) Vöntun á samræmdri skráningu, 4) Mikil eftirspurn og mikið áreiti og 5) Áherslu á brjóstagjöf hefur vantað í grunnþjónustu.
Ályktun: Brjóstagjafaráðgjafar eru ekki einungis að fást við sértæk klínísk vandamál heldur felst starf þeirra oft í fræðslu, stuðningi og hvatningu. Áskoranir í starfi eruaðallega tengdar kerfislægum vandamálum. Þörf er úrbótum á samræmdri skráningu, miðlægri stýring, aukinni áherslu á brjóstagjöf meðal heilbrigðisfagfólks og fjölgun á brjóstagjafaráðgjöfum um allt land.

 

Sækja PDF

Deildu

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.