Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2021

Áhrif stýrðrar kennslu Engelmanns og fimiþjálfunar á lestrarkunnáttu 12 ára drengs með einhverfu og AMO.

Aðalhöfundur: Guðrún Mist Hafsteinsdóttir
Vinnustaður eða stofnun: Sálfræðideild, Háskóli Íslands

Meðhöfundar, stofnun eða fyrirtæki:
Björg Einarsdóttir, Sálfræðideild, Háskóli Íslands. Brynjólfur Snær Brynjólfsson, Sálfræðideild, Háskóli Íslands. Elín Margrét Ólafsdóttir, Sálfræðideild, Háskóli Íslands. Zuilma Gabríela Sigurðardóttir, Ph.D, Sálfræðideild, Háskóli Íslands.

Inngangur: Lestur eykur orðaforða, tilfinningu fyrir málinu og stuðlar að því að fólk geti tekið virkan þátt í samfélaginu. Mikilvægt er að skólar hlúi að nemendum með lestrarörðugleika með viðeigandi inngripi svo þeir dragist ekki aftur úr. Stýrð kennsla Engelmanns og fimiþjálfun eru dæmi um raunprófaðar kennsluaðferðir. Stýrð kennsla byggist á þeirri hugmyndafræði að allir geti lært með skýrum leiðbeiningum. Kennarar fylgja yfirgripsmiklu handriti með dæmum um verkefni sem skipt er niður í lítil skref en þau stýra framvindu kennslunnar. Áhersla er lögð á hrós, rétta leiðréttingu rangra svara og sýnikennslu. Fimiþjálfun byggist á því að ná fram fimi nemenda í ákveðnum verkefnum og að svörun þeirra verði áreynslulaus, rétt og hröð. Aðferðin getur bæði reynst sem kennslu- og matstæki á framvindu kennslunnar.

Aðferð: Þátttakandi þessarar rannsóknar hafði tekið þátt í sambærilegu verkefni þrisvar áður og var því markmið rannsóknarinnar að kanna áframhaldandi áhrif kennsluaðferðanna á lestrargetu 12 ára drengs með einhverfu og athyglisbrest með ofvirkni og stuðla að frekari framförum. Hann hafði verið í sérkennslu í mörg ár og var talinn algjörlega ólæs áður en til þessa inngrips kom vorið 2019. Kennslustundir fóru fram fjórum sinnum í viku, í klukkustund í senn, yfir sjö vikna tímabil. Áður en það hófst voru grunnskeiðsmælingar teknar og að því loknu eftirfylgnimælingar.

Niðurstöður: Niðurstöður sýndu fram á aukna færni þátttakanda í að þekkja og hljóða lágstafi. Fyrir fjórða kennslutímabilið þekkti hann 14 stafi en undir lok þess þekkti hann 24.

Ályktun: Aðferðirnar stýrð kennsla og fimiþjálfun  skiluðu árangri, eins og áður.

FARA Í MÁLSTOFU

Deildu þessu ágripi

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.