Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2021

Áhrif sérstakrar nálastungumeðferðar á lengd 1. stigs fæðingar: Slembd íhlutunarforrannsókn

Aðalhöfundur: Guðlaug María Sigurðardóttir
Vinnustaður eða stofnun: Háskólí Íslands

Meðhöfundar, stofnun eða fyrirtæki:
Dr. Ólöf Ásta Ólafsdóttir, Háskóli Íslands. Dr. Berglind Hálfdánsdóttir, Háskóli Íslands.

Efniviður og aðferðir: Þessi rannsókn var hönnuð sem forrannsókn og markmið hennar var að kanna hvort kerfisbundin markviss nálastungumeðferð gefin frumbyrjum einu sinni í viku frá meðgönguviku 36+0 fram að fæðingu, geti stytt lengd 1. stig fæðingar.  Um slembda íhlutunarforrannsókn var að ræða. Þátttakendur voru alls 28, þar sem 14 konur í íhlutunarhóp fengu nálastungumeðferð.

Niðurstöður: Aðalútkomubreytur rannsóknarinnar voru sá tími sem það tók hverja konu að fara í gegnum útvíkkun á 1. stigi fæðingar frá því að þær voru metnar í virkri fæðingu og meðalhraði útvíkkunar á 1. stigi. Aðrar útkomubreytur tengdust útkomu fæðingar. Niðurstöður sýndu ekki marktækan mun á tíma á 1. stigi útvíkkunar milli hópa. Þó var meðallengd 1. stigs kvenna í íhlutunarhóp að meðaltali 202 mínútum styttra og meðalhraði útvíkkunar á hvern sentimetra að meðaltali 28 mínútum styttri en hjá konum í samanburðarhóp. Konur í íhlutunarhópi voru að meðaltali lengur á forstigi fæðingar en fóru frekar í sjálfkrafa sótt en konur í samanburðarhóp og fóru að meðaltali fyrr í sjálfkrafa sótt. Engin kona var gangsett vegna meðgöngulengdar úr íhlutunarhóp en tvær úr samanburðarhóp.

Ályktanir: Nálastunga gefin frumbyrjum einusinni í viku frá meðgönguviku 36 fram að fæðingu getur haft jákvæð áhrif á lengd 1. stigs fæðingar.

FARA Í MÁLSTOFU

Deildu þessu ágripi

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.