HÍ merki hvítt

MÁLSTOFA Á ÍSLENSKU

Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2021

Fæðingar

Flytjendur:

Tími, upplýsingar um málstofu:

Málstofustjóri: Ólöf Ásta Ólafsdóttir

09:15-09:30: Útkoma ljósmæðrastýrðra eininga innan og utan sjúkrahúsa – Kerfisbundin fræðileg samantekt
09:30-09:45: Eðlilegar og eftirmálalausar fæðingar á Íslandi á árunum 1999-2018
09:45-10:00: Tíðni eðlilegra fæðinga á Landspítala fyrir og eftir sameiningu fæðingardeilda: Afturvirk ferilrannsókn
10:00-10:15: Fæðingarstofa Bjarkarinnar: Yfirlit yfir útkomur kvenna og barna á árunum 2018-2020
10:15-10:30: Áhrif sérstakrar nálastungumeðferðar á lengd 1. stigs fæðingar: Slembd íhlutunarforrannsókn

Ágrip málstofu í stafrófsröð

Áhrif sérstakrar nálastungumeðferðar á lengd 1. stigs fæðingar: Slembd íhlutunarforrannsókn

Aðalhöfundur: Guðlaug María Sigurðardóttir
Áhrif sérstakrar nálastungu gefin frumbyrjum einu sinni í viku frá meðgönguviku 36+0 á lengd 1. stigs fæðingar.

LESA ÁGRIP

Eðlilegar og eftirmálalausar fæðingar á Íslandi á árunum 1999-2018

Aðalhöfundur: Hildur Holgersdóttir. Farið verður yfir niðurstöður úr rannsókn á eðlilegum og eftirmálalausum fæðingum á Íslandi á 20 ára tímabili.

LESA ÁGRIP

Fæðingarstofa Bjarkarinnar: Yfirlit yfir útkomur kvenna og barna á árunum 2018-2020

Stefanía Ósk Margeirsdóttir. Björkin veitir hraustum konum í eðlilegri meðgöngu samfellda þjónustu frá 34. viku meðgöngu og er eina ljósmæðrastýrða einingin utan sjúkrahúss á Íslandi. Á erindinu verður fjallað um útkomur kvenna og barna sem stefndu að því að fæða í fæðingarstofu Bjarkarinnar á árunum 2018 til 2020.

LESA ÁGRIP

Tíðni eðlilegra fæðinga á Landspítala fyrir og eftir sameiningu fæðingardeilda: Afturvirk ferilrannsókn

Aðalhöfundur: Sigurveig Ósk Pálsdóttir. Afturvirk rannsókn á tíðni eðlilegra fæðinga á fæðingardeildum Landspítala fyrir og eftir sameiningu deilda árið 2014. Með fyrirbyggjandi aðgerðum virðist hafa tekist að auka tíðni eðlilegra fæðinga á þverfræðilegri fæðingardeild Landspítala, ólíkt því sem sést hefur í erlendum rannsóknum.

LESA ÁGRIP

Útkoma ljósmæðrastýrðra eininga innan og utan sjúkrahúsa – Kerfisbundin fræðileg samantekt

Aðalhöfundur: Guðlaug Erla Vilhjálmsdóttir. Í ljósi aukinnar tíðni fæðinga hraustra kvenna á ljósmæðrastýrðum einingum var gerð kerfisbundin fræðileg samantekt á útkomu þeirra, borið saman við fæðingar á þverfræðilegum fæðingardeildum. Tíðni inngripa reyndist lægri og tíðni eðlilegra fæðinga hærri á ljósmæðrastýrðum einingum.

LESA ÁGRIP

Deildu þessari málstofu

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.