Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2021

Áfallasaga kvenna: Tengsl milli athyglisbrests með/án ofvirkni og áfallastreituröskunar

Aðalhöfundur: Harpa Lind Jónsdóttir
Vinnustaður eða stofnun: Háskóli Íslands

Meðhöfundar, stofnun eða fyrirtæki:
Arna Hauksdóttir, Háskóli Íslands. Edda Björk Þórðardóttir, Háskóli Íslands. Þórhildur Halldórsdóttir, Háskólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands. Unnur Anna Valdimarsdóttir, Háskóli Íslands.

Inngangur: Rannsóknir benda til þess að tengsl séu á milli athyglisbrests með/án ofvirkni (ADHD) og áfallastreituröskunar (PTSD) en óljóst er hvort slík tengsl eru vegna aukinnar áhættu einstaklinga með ADHD að lenda í áföllum, lakari úrvinnslu þeirra eða hvort tveggja. Einnig eru takmarkaðar upplýsingar um þessi tengsl. Meginmarkmið þessarar rannsóknar er að rannsaka tengsl milli ADHD og einkenna PTSD þegar tekið er tillit til tegundar og fjölda áfalla og ofbeldis í stóru úrtaki kvenna sem endurspegla þýði vel.

Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 24,398 konur á aldrinum 18 – 69 sem svöruðu spurninum um ADHD greiningu, einkenni PTSD, áföll, og erfiðar upplifanir í æsku í Áfallasögu kvenna.

Niðurstöður: Fyrstu niðurstöður sýna að um 8% kvennanna hafi verið greindar með ADHD. Meðal kvenna sem hafa upplifað áföll og ofbeldi virðast konur með ADHD greiningu hafa fleiri einkenni PTSD en konur sem hafa ekki greinst með ADHD (fullleiðrétt B=8.19 (7.34 – 9.05) og einnig virðast konur með ADHD greiningu hafa alvarlegri einkenni PTSD en konur sem hafa ekki greinst með ADHD (fullleiðrétt OR=1.53 (1.28 – 1.82)). Svipaðar niðurstöður fengust fyrir allar gerðir áfalla og ofbeldis fyrir utan kynferðislegt ofbeldi.

Ályktanir: Þessar niðurstöður benda til þess að tengsl milli ADHD og PTSD megi að mestu en ekki öllu leyti rekja til hærri tíðni áfalla meðal kvenna með ADHD.

FARA Í MÁLSTOFU

Deildu þessu ágripi

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.