Líf - og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands 2023

Lifrarskaði af völdum sýklalyfja á Landspítalanum

Róbert Alexander Björnsson, Einar Stefán Björnsson and Bjarki Leó Snorrason

Inngangur: Lifrarskaði af völdum lyfja (drug-induced liver injury, DILI) er mikilvæg mismunagreining hjá sjúklingum með hækkuð lifrarpróf. Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa sýnt að sýklalyf er algengasti lyfjaflokkurinn sem veldur DILI. Mörg sýklalyf hafa DILI sem þekkta aukaverkun en mörg þarfnast frekari rannsókna til að meta áhættu á DILI.

Markmið: Að kanna lifrarskaða af völdum 14 algengra sýklalyfja á Landspítalanum á árunum 2016-2023. Einnig að svara rannsóknarspurningunum “Hversu algengt er að sýklalyf sem eru mikið notuð valdi lifarskaða?”, “Hverjar eru afleiðingar lifrarskaðans t.d. gula, lengd sjúkrahúsinnlagnar og lifrarbilun.”

Aðferðir: Sjúkraskrár inniliggjandi sjúklinga, á árunum 2016-2023 sem fengu eitthvert af 14 algengustu sýklalyfjunum og fengu í blóðprufum >5x hækkun efri marka ALAT og/eða >2x hækkun efri marka ALP, voru skoðaðar til að finna ástæðuna á lifrarprufuhækkunum. Ef DILI kom til greina, var notuð RECAM aðferð til að meta orsakatengsl.

Niðurstöður: Af þeim 1375 sem uppfylltu inntökuskilyrðin, náðist að fara yfir 897 og af þeim voru 15 með DILI. Fjöldi tilfella og (%hlutfall sjúklinga sem fá lyfið og DILI): 5 tilfelli Amoxicillin/Clav (0,22%) , 3 Ceftriaxone (0,08%), 2 Vancomycin (0,55%) og súlfalyf (0,70%), 1 Piperacillin/Tazobactam (0,17%), Ciprofloxacin (0,14%) og Cloxacillin (0,21%). Alls 8 tilfelli voru með einkenni, m.a. 3 með gulu. 1 lengd innlögn og 1 andlát.

Umræður: Amoxicillin/Clav er algengasta orsök DILI en súlfalyf eru hlutfallslega oftast. Þótt DILI sé ekki jafn algengt og aðrir lifrarsjúkdómar, er það mikilvæg greining sem getur haft miklar afleiðingar eins og ýmis einkenni, lengda innlögn, gulu og andlát.

 

Sækja PDF

Deildu

Deila á facebook
Deila á Twitter
Deila á Linkdin
Deila á Pinterest
Scroll to Top

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur.